16 janúar 2008

Það sem ég fell fyrir

Að falla fyrir einhverju þýðir að maður ræður ekki viðbrögðum sínum, það gerist bara. Svo ég fell fyrir bláum augun, síðu hári á karlmönnum, litlum krökkum, gömlu fólki, bókum; sérstaklega dularfullum gömlum bókum einsog í Trinity, fallegum höndum á karlmönnum, húmor, postulínsbollum, síðum kjólum, dúknum sem ég sá í Búdapest um árið, góðu víti, vélum, silfurskeiðum, broti úr einhverju, koddar og koddaver, lampar, ferðatöskur, flugmiðar, vegabréf, ilmvötn, borð, þegar eitthvað ósagt hangir í loftinu.

Og svo finnst mér eitt ómótstæðilegt; þegar menn koma bara, segja, ég stími til þín.

Og þegar fólk er til í eitthvað, jáið.

Orgelleikur er líka eitthvað tilað falla fyrir.

Engin ummæli: