08 janúar 2008

Sjálfstraust

Í fyrradag þurfti ég á sjálfstrausti mínu að halda en það var horfið. Þegar ég sá geðhvarfaþáttinn með Stephen Fry þarsem hann talaði um að sjálfstraustið hyrfi í geðlægð, depression, rankaði ég við mér. Þótt ég sé allajafna mjög heilbrigð af þessum sjúkdóm mínum: Manía/Depression, þá getur honum skotið niður, skyndilega get ég skotist uppá stjörnuhiminninn eða oní djúpan pytt. Ræð ekki neitt við neitt. Þangað til ég skil að þetta er sjúkdómurinn, en ekki ég.

Ég varð einmitt fyrir þeirri reynslu þegar ég vann 5.sporið í AA; sjúkdómurinn, ekki ég. Það er svo mikill sársauki að vera ekki maður sjálfur.

Ég var á fótboltaleik þegar ég uppgötvaði að það var ekki einleikið hvað manneskja einsog ég get stundum hrapað í sjálfstrausti, ég meina, ég er undur hér á jörð, skemmtileg, falleg, gáfuð, sérstök, og svo stundum dregur svoleiðis fyrir að ég þori varla að tala við neinn, aðhafast nokkuð.

Þá ákvað ég að skrifa bók um geðhvörf. Tilað vinna bug á þessu. Þegar sjálfstraustið hrapar svona eyðileggur það allt fyrir mér. En það hjálpar að þetta er sjúkdómurinn en ekki ég. Einu sinni hélt ég þetta væri ég, og ég þyrfti að laga mig eitthvað stórkostlega til, en það er bara að muna: Elísabet, þetta er ekki þú, hvar ert þú?

Ég svara alltaf kallinu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sé þig. Elska þig.
luv, ER

Nafnlaus sagði...

Ég sé þig líka. Mjög skýrt og greinilega, þú ert með þoku á herðunum ef þú skyndilega þarft að fela þig, ... annars glitrandi.

ekj and luv juu vury muuch