17 janúar 2008
Á matseðlinum
Það tekur enginn eftir því, það hefur að minnsta kosti enginn orð á því, ég hef ekki einu sinni fengið skrítin augntillit, ég hefði tekið eftir því, ég er auðvitað soldið viðkvæm fyrir þessu, ég veit sjálf að ég er köttur og það er búið að stoppa mig upp, nema hræinu hafi verið hent í ruslið og þá hafi ég tekið á mig mynd þjónustustúlku, veistu lífið er svo skrítið, ég man eftir að hafa risið upp og breyst í þjónustustúlku, það gerðist allt í eldi, í logandi eldi, en það var samt alltaf þessi tilfinning að það væri búið að skafa allt innan úr mér, afhverju horfirðu svona útí loftið. Ég botna ekkert í því sem ég er að segja. Þetta á allt að vera á matseðlinum
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli