31 janúar 2008

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áðuren ég dey

1. Fara til Suður-Ameríku
2. Ganga Hornstrandir
3. Fara hringinn
4. Halda stanslaus fjörug barnabarnapartý
5. Skrifa 15 ára leikritið
6. Búa til pláss fyrir guð
7. Gifta mig

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Líst vel á sjöunda lið.

Elísabet sagði...

Þú ert boðin í brúðkaupið, ég á giftingarhringinn, hann er í bankahólfi, jess, ég á bankahólf,

Elísabet sagði...

Já, ætti ég ekki að byrja á því að gifta mig, það er svo leiðinlegt að geyma giftingarhringinn í bankahólfinu, og verra að geyma hann heima því þá getur hann týnst í hreingerningaræðinu, -

hvernig væri ég gifti mig 16.apríl á afmælisdaginn minn, það er kannski aðeins túmöts, en ég meina það er líka afmælisdagur Sjapplín.

Nafnlaus sagði...

Elísabet! Þú ert ekki í lagi, sko áðuren þú deyrð verðurðu að máta líkkistu, gera erfðaskrá, fara í fótsnyrtingu, lakka neglurnar, bursta tennurnar, skipta um nærbuxur og velja kjól.

Þú verður einhverntíma að skilja hlutina einsog þeir eru, ég meina, fara til Suður-Ameríku, þetta er bara rugl þegar þú þarfrt að fara í fótsnyrtingu, raunveruleikinn hefur aldrei verið þín sterka hlið.

Nafnlaus sagði...

Og hafa vetursetu í Bagdadcafe.