27 janúar 2008

Ástareldurinn

Ég ætlaði varla að trúa eigin augum þegar kom kona með blóm í rigningunni. Tilað þakka mér fyrir Lásasmiðinn. Ég næstum táraðist. Þetta var ástareldur. Í körfu! Ég hafði nokkru áður beðið guð að leyfa mér að vera í kærleikanum. Og svo skemmtilega vildi til að ég var að pússa upp borð sem ég hef ætlað að gera í tvö eða þrjú ár. En í gær kom vinur minn og skildi eftir vél svo ég gæti pússað borðið. Blómið fer svo á borðið. Ástareldur á altarið.

Engin ummæli: