18 janúar 2008

Ella Stína og Ellý Ármanns

Stundin er runnin upp, Ella Stína er að breytas í sjónvarpsstjörnu, hún á að vera í þætti sem heitir Mér finnst... Ella Stína best. Þetta er þáttur á INNtv sem Kolfinna Baldvins og Ásdís Ólsen stjórna og hverjar eru fyrstar, Ella Stína og ofurgellan, ofurþulan, Ellý Ármanns. Þetta verður sko gaman. Ella Stína er Ella Stína og allt á að vera hjá Ellu Stínu einsog Ellu Stínu. Ellu Stínu kúltúrinn er að brjótast fram. En í hverju á Ella Stína að vera. Hún veit það. Í Ellu Stínu.

Á mannamáli:

Nýr sjónvarpsþáttur er að hefja göngu sína á INNtv, það er ný sjónvarpsstöð sem næst á visir.is og hjá þeim sem hafa afruglara. Kolfinna og Ásdís stjórna og hafa valið tólf konur tilað tala um allt milli himins og jarðar, þættirnir eru þrisvar í viku, eiga sér einhverja fyrirmynd, mér skilst að maður eigi að vera svona einsog í kaffi hjá vinkonu sinni, frjálslegt nema maður sé í klessu hjá vinkonu sinni og hún kúgi mann út og suður. Fyrsti þátturinn verður sýndur í kvöld. Og í fyrsta þættinum verða semsagt Elísabet Jökulsdóttir og Ellý Ármanns.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skil þetta ekki alls kostar.
Nánari skýringar óskast
M

Nafnlaus sagði...

Ok. dembum okkar í skýringartextann. Ekj