19 janúar 2008
Kærleikssambandið
Á eldhúsborðinu standa tvö lime og tvær sítrónur, ég ætlaði fara skera þau niður og búa til heilsudrykk í Ungversku könnuna mína. Þá kom í ljós að það var mygla í könnunni frá síðasta rósavendi svo ég setti sápuvatn í könnuna og hún stendur í glugganum. Þar við hliðina á er eldfast mót sem ég notaði undir skelfiskréttinn í fyrradag og lagði í bleyti. Ég ætlaði að þvo mótið upp í gær þegar ég kom auga á athyglisvert ferli sem er að eiga sér stað, appelsínugul fitan hefur myndað örfínar línur við barmana og öðru megin fyrir miðju hefur myndast hringform, einskonar sól. En ég borðaði nokkur fræ og svartar olívur, og var að hugsa um að poppa þegar ég nennti því ekki. Sá svo haframjölið og hugsaði um að elda hafragraut en á ekki púðursykur eða rjóma. Þreif eldhúshillurnar og komst að því að ég á tvo kaffipakka.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli