15 janúar 2008

Lásasmiðurinn meira spennandi

Rúmlega tvítug stúlka fékk Lásasmiðinn og Harðskafa í jólagjöf. Ég spurði: Og var ekki Lásasmiðurinn meira spennandi? Djók. Og þá sagði hún: Jú, eiginlega.

Svo frétti ég að þokkadísin Anna Karen Káradóttir væri heilluð af Lásasmiðnum. Og í gær þegar ég fór í skólann hitti ég eina skólasystur mína sem sagði: Mig laaaangaaar svo tilað lesa bókina þína.

Svona er nú lífið, allir að pæla í Lásasmiðnum og Elísabetu Jökulsdóttur, þessari stórkostlegu manneskju sem vaknar uppá morgnana, heldur að hún sé með gigt og krabbamein og þarf kranabíl tilað tosa sér á fætur. Og getur ekki sofnað á kvöldin út af eftirvæningu, ást til lífsins og mögnuðum hugmyndum sem sveima um í hennar stórkostlega höfði. Elísabet er svo mikið andans krútt.

Engin ummæli: