25 janúar 2008

Af geðdeildinni

Eru þetta fordómar, aumingja Ella Stína fær engin komment, ekki einusinni þótt hún sé komin á geðdeild, hún er að hugsa um að láta færa sig á hjartadeildina og athuga hvort það dugar, ég skrifa þetta fyrir hana því hún er svo inní sig og utanvið sig, djók, hér var þorramatur í dag, ég skrapp að heimsækja Óttar Guðmundsson og ég má ekki vera lengi í tölvunni, en ég er að fara heim að athuga málið og skrifa BA-ritgerð, mig vantar bara fylgdarmann, helst sýnilegan, en jú ég fór í sund í gær í Sundhöllina með tuttugu pólverjum og fann sjálfa mig aftur í vatninu, ég er farin heim að moka fyrir sundlaug. Og himni.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

neei..endilega ekki á hjartadeildina hún er stórhættuleg!
bráðum kem ég með þér í sund, sýnileg eða ósýnileg.

Nafnlaus sagði...

oh krútt, takk.

Nafnlaus sagði...

Ég ætlaði að kommenta, en vissi bara ekki hvað ég átti að segja. Átti ég að koma með eitthvað grín? Svona, eitthvað, þú ert svo klikkuð. Varst þú e.t.v. sjálf að grínast? Ég veit það ekki enn. Ég er ringlaður. Ég kem kem heim 16. feb. Hlakka til að sjá þig. Við skellum okkur á djammið, málum bæinn rauðan (Ok, þetta var grín, mér nægir alveg að þú bjóðir mér í kaffi).
Kveðja,
HeiðarS.

Elísabet sagði...

Já, það halda allir að þetta sé gjörningur hjá mér þegar ég segist vera á geðdeild... en ég er þar semsagt,

kærleikurinn skín, ekj

ps. ég fékk aldrei greiðslu frá þér fyrir lásamsið.

TAKK FYRIR KOMMENTIÐ

Nafnlaus sagði...

Sorry, ég er algjör. Ég vissi alveg að ég var ekki búinn að borga þér. Ég þarf bara að skipta um kort í símanum mínum, upplýsingarnar eru á ísl sim kortinu mínu og alltaf þegar ég kemst í netsamband er ég auðvitað ekki með það. Ég set þetta á reminder á símanum mínum.
Kveðja,
HeiðarS.