13 janúar 2008

Ég á allt gott skilið ;)

Ég á skilið að eiga góð börn,
tengdabörn, barnabörn og mig langar soldið að vinna á barnaheimili.
Ég á skilið að líka vel við sjálfa mig
Ég á skilið að skrifa
Ég á skilið að fá borgað fyrir vinnuna mína
Ég á skilið að eiga falleg náttföt
Og falleg föt og fallega skó. I love it. eiga bækur, góða vini. Ég á skilið að sofa út og einhver, who is that, færi mér í rúmið. Það er helsti draumurinn núna sem ég hef séð um það sjálf undanfarna morgna.
Ég á skilið að eiga gott hús
Ég á skilið að hlusta á tónlistina.
Ég á skilið að vaxa og þroskast. A bit boring, I know.
Ég á skilið að eiga bíl. Havent seen it.
Ég á skilið að ferðast.
Ég á skilið hreint vatn, heitt vatn, fara í sund.
Ég á skilið að fá segja það sem mér sýnist á blogginu mínu.
Ég á skilið að þurfa ekki vera með sjálfa mig á heilanum
Ég á skilið að vera krútt.
Ég á skilið að eiga kærasta og hálendi og víðáttu og ekki reykja, og borða fisk, og lambakjöt.
Ég á skilið að vera með dellu.
Ég á skilið að vera ekki einmana
Ég á skilið að vera fyndin.
Ég á skilið að eiga gamlan sófa og bláa sófann, og fegurð, og læti, og setja tónlistina í botn, og vera blóm, allskonar blóm, ég á skilið að virkilega fríka útá þessari bloggsíðu, ég er búin að skrifa í miljón ár og tölvan mín er full af skjölum, og það er svo frábært að setja þetta á bloggið, þá er þetta komið út, þá kemur önnur vídd í það, svo fæ ég leið á því, dreg mig inn í skelina, því ég á skilið að vera skjaldbaka og byrja á nýrri bók.
Ég á skilið að skrifa leikrit.
Og eiga lítið leikhús.
Með flaututónum.
Er það skilið.
Ég á skilið að skrifa langt mál og stutt mál og allskonar mál. Ég er svo mikið krúttlegt undur.
Ég á skilið að vera í skóla.
Ég á skilið að útskrifast.
Ég á skilið að halda uppá afmælið mitt.
Ég á skilið að brosa
Ég á skilið að hlæja
Ég á skilið að dansa í eldhúsinu
Ég á skilið að eignast fjallgönguskó og nýja tölvu. Where is everybody!!!
Ég á skilið að komast í sund, þessa dagana kemst ég bara allsekki í sund, þótt ég eigi það skilið, ég þarf eiginlega hjálp við að komast í sund, kannski vill guð bara ekki að ég fari í sund, ég hugsa ekki um annað en að synda.
Ég á skilið að eignast þvottavél. What year. Same year.
Ég á skilið að eiga góða mömmu sem leyfði mér að þvo í kvöld og bauð mér í silung. Og allskonar krúsílegt með honum. Og ekki í fyrsta sinn.
Ég á skilið að eiga son sem segir mér að ég hljóti að eiga eitthvað skilið.
Ég á alveg skilið að fá svona komment. úllíhúbb.
Ég á skilið að klippa út hjörtu og gefa fólki.
Ég á skilið að eiga súkkulaðið sem Agata færði mér í dag fyrir sjálfa mig þegar ég færi mér í rúmið á morgun og vakna seint en það er alltílagi og njóttu þess bara að hafa snúið sólarhringnum soldið við, og ég á skilið að eiga kött, ó nei, en stundum langar mig í mann og kött, ég á skilið að hætta þessu.
Er það skilið !!! ;)

6 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

mí sí; djúsí ljóð! ekta uplestrarljóð , með ríþma og rjóma. heilsubætandi finnst mér. minnir smá á stílinn já vini vorum Úlfinum sænska (þú veist sálfræðingnum og lóðskáldinu)
til hamingju!

Kristín Bjarnadóttir sagði...

aha þar kom ég uppum mig, sorrý, gleymdi víst að sofa: en uplestrar á að sjálfsögðu að vera upplestrar; já á að vera hjá og lóðskáld á að vera ljóðskáld ...Kb

Nafnlaus sagði...

Sæl Kristín Bjarnadóttir, ég var nú á leiðinni að strika þetta allt út þegar ég sá þetta í nýju ljósi með þínum augum, að þetta væri frábært ljóð, og ætti skilið að hafa þetta aðeins legnur, ég var smá hrædd við ég væri komin í bloggmaníu og myndi fara leysa lífsgátuna hér á blogginu mínu, vaknaði kl. 3 og hellti uppá kaffi, að mér sóttu hrikalegar hugsanir svo ég komst ekki á fætur, ég varð að bregða mér í gervi Egil Skallagrímssonar tilað hrekja þær á brott, en dugði varla til fyrren ég kallaði á kærleikskrúttið í horninu, hvað finnst þér ég ætti að skrifa næst.
ættti ég að gera skoðanakönnun?
hvað vilja lesendur.
Meira kaffi. Og enn bjart á Íslandi.

Elísabet þín

Nafnlaus sagði...

hmm, fer það ekki eftir hvar skórinn kreppir?
breyttist sjálf í kólibrí meðan ég svaf ..

Nafnlaus sagði...

en ég er samt sammála mér um að stíllinn minni á úlfinn UKON þegar hann er sem allra allra bestur ... bara svo þú vitir blóm

Nafnlaus sagði...

takk, það er farið að snjóa hér, og ég fór útí búð og keypti ost og kex, já ég er úlfurinn,...