09 janúar 2008
Fallegasta fólk í heimi
Á myndinni eru Jökull og Kristín, þau eru fallegasta fólk í heimi, svo kemur meira af þessu fallega fólki. En þetta er Jökull yngsti sonur minn, (tvíburabróðir Garps) og Kristín tengdadóttir mín. Þau eru í Ameríku fyrir framan húsið sem þau bjuggu í þegar ég heimsótti þau í fyrra. Það var fullkomin töfraferð.
Ég fékk tildæmis að fara í Wall Mart (sveitastelpan ég hafði aldrei heyrt á það minnst) en þar fékk ég að sjá feita fólkið og þótti mér strax vænt um það. Það notaði meterslangar tannkremstúbur og borðaði úr CornFlexpökkum sem voru á við bókaskápa, og þarna sá ég sem ég hafði heyrt í sveitinni að allt væri svo stórt í Ameríku, ég var agndofa og yfir mig hrifin, Wall Mart var einn af mínum uppáhaldsstöðum. Það var heldur engin tilgerð þar, bara allt stórt og fínt og allir að kaupa sér í matinn einsog þeir væru vitaverðir á Hornströndum.
Svo fórum við í Indíánaþorp og það var nottla toppurinn fyrir utan að sitja í stofunni hjá Jökli og Kristínu og læra að chilla. En það er nokkuð sem er mjög erfitt fyrir mig, og enginn getur kennt mér nema Jökull, þá situr maður í Lazyboy-inum, hallar sér aftur og horfir á körfubolta, !!!!! já körfubolta í sjónvarpinu. Eða gerir bara ekki neitt. Alltaf þegar ég vaknaði var himinninn blár, hann var svo blár og heiður og fallegur að mér leið einsog Vestur-Íslendingi sem var að læra að chilla í Ameríku eftir íslands þúsund þrautleiðinlegu ár. Ég er ekki orðin fullnuma í chillinu.
Það var mjög sérstakt að vera þarna, líka útaf þessum heiða himni, haustlaufunum, loftinu, einhver stemmning sem ég kannaðist við en þekkti ekki neitt.
Svo fórum við í Indíanaþorpið. Það stóð við á. Þetta var alvöru indíánaþorp, ekki svona einsog í bíómyndum, heldur kúlulaga tjöld á árbakka. Þau stóðu í hring og eldstæði í miðjunni og líka athafnasvæði fyrir galdramanninn. Við kíktum inní öll tjöldin og maður hugsaði bara: Bury my heart at wounded knee. Svo sátum við hljóð heillanga stund. Indíánarnir höfðu farið fyrir 200 árum. En í fylkinu þeirra bjuggu líka Cherokee indíánar í fjöllunum. Mig langaði nottla svakalega að sjá Indíána og fór í Wall mart, er þessi indíáni, er þessi indíáni, svo á ýmsum matsölustöðum og svona útá götu. Engir indíánar. Alltíeinu fattaði ég að þeir hlytu að vera á AA-fundum.
Ég bakaði eina köku hjá þeim. Heimilisfrið. Home Chill Out.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Mjög fínt Vikuviðtalið og flottar myndir.
Ég er auðvitað ekki sammála ýmsu- hvenær er ég það svo sem - en það gerir ekkert til og viðtalið til fyrirmyndar.
Til lukku með það
M
jæja mamma, sammála eða ekki sammála, me dont understand, hvað þú ekki sammála, sammála í viðtali hvað þú ekki sammála, ég núna frá rúmeníu og eiga kastala.
en takk mikið takk fyrir komment.
ekj
Skrifa ummæli