05 janúar 2008

Galdurinn

Ég set á mig hófana,
taglið og faxið,
reistan makkann
og lendarnar,

og þeysi inní myrkrið

flóandi í tárum.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já. Verðlaunaljóð.

Nafnlaus sagði...

Takk krúsin mín.

Ekj

Nafnlaus sagði...

thats it! og sjá það mu birta á ný

Nafnlaus sagði...

Rambaði á bloggið þitt. Konfektblogg........
Bestu kv.
Stígamótarúna

Nafnlaus sagði...

ja jaer nú a fyrsta kaffibolla og ekkert að marka mig, en afhverju þarf að birta á ný, í einhverri útgáfu ljóðsins varð til dögun úr þessum tárum. takk kristín.

og takk stigamótarúna, já þetta er konfektblogg, einmitt, imitt, og frábært að fá ykkur,

ella stína prella prina

Nafnlaus sagði...

ég veit það ekki blóm, en kannski af því Svartur hestur í myrkrinu er titill á ljóðabók eftir aðra skáldkonu og myrkrið varð henni stundum um megn ... eða var það einmitt birtan?

(svo má segja að án ljóss sé ekkert myrkur ...)

Nafnlaus sagði...

það er bara gott að vera í myrkrinu stundum, þegar maður hefur fengið vald yfir því, aðeins lært að rata þar um, ekj