23 janúar 2008
Ella Stína leggur undir sig geðdeildina
Nú er maður bara komin á geðdeild, - einhverstaðar varð maður að mynda meirihluta, ég er í englaherberginu, þar er hægt að mála engla, ég er samt ekki byrjuð á neinum enn, en það getur verið að einn engill byrji á mér, ef hann er ekki þegar byrjaður, en þetta er bara mjög kósi þótt mér hafi brugðið soldið við að að er tölva hérna, en aldrei þessu vant fór ég í þunglyndi, mér reyndar heppnaðist að taka þunglyndisábreiðuna af lífi mínu og sjá úr hverju hún var prjónuð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Kæra Elísabet, ég veit ekki alveg hvernig ég á að orða þetta en ég hef verið aðdáandi þinn í mörg ár. Ekki bara aðdáandi skrifa þinna heldur líka bara aðdáandi þess að þú ert alltaf þú sjálf. Mér er nokk sama hvort þú ert á geðdeild eða hvar þá ert. Þú hefur hugrekki til að vera þú sjálf. Ekki hætta að vera þú sjálf. Þú talar opinskátt um sjálfa þig og veikindi þín. Ég er einn af þessum karlmönnum sem hef líka átt við svona að stríða. Ég veit ekki hvort það er nákvæmlega sama og ég á við að stríða.....skiptir ekki máli. Haltu bara áfram að skrifa og blogga okkur hinum til gleði.
Ekki láta neinn segja þér að þú sért ekki merileg eða annars flokks, ég þekki þesssar raddir líka.
Haltu bara áfram, okkur hinum til gleði og lífssauka.
Gangi þér vel og haltu áfram að vera þú sjálf, þannig ertu flottust.
p.s Einu sinni gaf ég einni stelpu sem ég var skotinn í bók eftir þig, held að það hafi verið Galdrabók Ellu Stínu. Ég hélt að hún myndi sjá ljósið með snilld þinni en svo fór nú ekki.
Eftir á að hyggja þá sé ég ekkert eftir að hafa gefið bókina því ég hef alltaf haft það að leiðarljósi að gefa bækur og mun halda því áfram vegna þess að bók er ekki e-ð sem maður leggur frá sér eftir lestur, heldur vill maður að fleiri njóti góðs af.
Blessi þig
Leynilegur aðdáandi
Merileg á að vera merkileg
Skrifa ummæli