06 desember 2011

Leitin að guði

Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Vísindamenn hafa nú fundið manneskju sem telur að allt sé henni að þakka, og hún sé skapari og himins og jarðar, hafi alltaf rétt fyrir sér, sé endalaust kærleiksrík (en þó með lúmskan svip) sé alltaf að safna fyrir börn í Afríku en mest í eiginsjóði, færi fjöll úr stað og heilu árnar, - vísindamenn halda þó áfram leitinni að guði, -
Líka

5.des

5.des var soldið ömurlegur, - stjórnleysi, klær, - kuldi, en veistu hvað, ég bjó til marga verðlaunaglugga, með appelsínum, og dúllerídúll, - drakk tvær malt og skemmti mér aðeins á Facebók, hringdi í kærastann, og ég hef nú um annað að hugsa!

04 desember 2011

Hunangsdrykkur og jólaljós

komnar jólaseríur í gluggana.... óskar fór í göngutúr, ég auglýsti bókina, hamingja rólegheit, umræður.... kaffi, hunangsdrykkur, - já og settum útiljós og svo eru grýlukerti í miklum faðmlögum í trénu við húsið, og kominn krans með hreindýri utaná hurðina,. ....

2.desember

f0studaginn 2.desember forum við óskar í sund, það var undursamlegt, .... og svo í melabúðina,.....ég safnaði svo nokkrum áskrifendum fyrir bókina!!!

Lilly Elísabet grét

er ég var að passa hana á Laugardaginn, ... litla skinnið, var kannski svona þreytt, ég reyndi allt, barnavagninn, sjónvarpið, stóra rúmið, bleyjuborðið, stólinn, gluggann, hundana, - litla litla skinnið hún er svo falleg og gat ekkert sagt afhverju hún grét,....

um kvöldið fórum við óskar á flórida með lalla.

02 desember 2011

Tónleikar með Grafík

Við Óskar fórum á tónleika með Grafík í gærkvöldi, hittum Vilborgu og fleiri, Ísafjörður varð nálægur, svo var myrkur í salnum og tónlist og fólk, -

og snjór úti þegar við tókum leigubíl og Ísafjörður enn nálægur!

30 nóvember 2011

síðasti dagur í nóvember

Fór í súpu til Laufeyjar, hitti Örn og fleiri gesti, - og yndisbörnin hennar. Dimmt oh kalt og mikið frost....

seldi nokkrum prestum bænabók í dag,

og sendi á tryggingarfélög

gerði fínt í svefnherberginu annars svaf ég niðri í nótt sökum kulda uppi, uppikulda,

allt svo fínt hérna og verslaði í matinn fyrir 6.þús. hvað var í pokanum?

lífið er dásamleg. t.

29 nóvember 2011

Í dag....

Talaði við Melabúðina
Ríkisskattstjórann
Tók af stað í brekku
var kalt
fór í bókabúðina
Vaknaði hálf tvö með tilfinningu um að það væri verið að búa til spennu
hugsaði um jólaseríur
það er dimmt og kalt
og ég hugsaði um hvernig Lillý Elísabet hefði það í fyrstu kuldunum sínum....

Og svo skipulagði ég útgáfupartý með Lísbet, það tók fimm mínútur¨!

Sund í gær

Fór í dásamlegt sund í gær, 30 ferðir
Ingunn Garpur og Embla komu í heimsókn ótrúlega himnekskt svo falleg
Fór í kirkjuhúsið með bænabækur
á pósthúsið með bænabækur
heyrði í Óskari
það var mánudagur.


Um helgina var ástand sem kallast kústurinn og bollinn... góður titill.

27 nóvember 2011

Það er einsog það sé opið inní einhvern sársauka

*****

Elísabetardagurinn

Í dag er Elísabetardagurinn og þá skiptir mestu að vera á ferðinni og kjurr þess á milli einsog núna ég er að skrifa um daginn, búin að hengja upp þvottinn, það lekur úr þvottavélinni,

það lekur úr þvottavélinni, datt í hug þér kynni að þykja það æsandi,....en þú ert kannski á Kaffi París með elskunni þinni...., -

ég er soldið lítil, sniðug en lítil og alltaf að leita pöbbum þótt ég hafi jarðað minn útí Ameríku og séð aðra jarða hinn útí Fossvogi. En það er kalt og ég er búin að panta göngutúr, og svo ætla ég í gallabuxur, það er stefnan, - á ég, eða á ég ekki, - og ég er búin að setja upp töfradósina í eldhúsgluggann, - og svo langar mig að ryksuga, setja upp jólaseríur, í stofuna, svo jólin verði tilbúin þegar ég er að selja bækur í desember en guð segir mér að hugsa um mig, hugsa um bókina, - .....

24 nóvember 2011

í dag

verða jól eftir mánuð. þá verða ég og hundarnir hér.

23 nóvember 2011

edrúafmæli

19 ár og 1 mánuður

Í dag

setti ég upp jólakúlur í eldhúsgluggann
fékk ég mér te
lagaði til í bókaskápnum
fór á facebók
og hottmeilið
setti teppið á klósettið
og þrjár gyðjur í gluggann
kerti í kertastjakana
tvo ruslapoka útá tröppur
hugsaði um að fara í sund
hugsaði um áfall sem ég varð fyrir 4 ára en þá brann tjaldið og kannski kenndi ég mér um það í staðinn fyrir að vera hetjan
hringdi í lindu
fékk mér heimilisfrið
hugsaði um drauminn þarsem ég bjó á hótelherbergi og tveir menn voru að slást fyrir utan, annar ingi og allt fullt af nikótíntyggjóum
og hugsaði um að norskur kastali væri það sem væri inní mér
hlustaði á fréttirnar
hringdi í prentsmiðjuna
hjartastöðin datt út
bað guð um kærleika
var hrædd
og leið
og það er ljós uppi
og allt óumbúið
og má ég eiga
mitt líf

17 nóvember 2011

Heimsóknartíminn

Ég var hrædd við að snerta hann eða vera næs
það gæti komið eitthvað
ég var auðvitað soldið upptekin af vinnunni minni
en var að hugsa að kannski ætti ég að leggjast uppí honum
einsog við gerðum í vor
en það var einhvernveginn ekki þannig núna
ég vissi ekki hvað ég átti að segja
mér fannst ég langt í burtu
eða hvort hann var langt í burtu
eða við bæði
svo ég greip til þess ráðs að segja þaðan
og það stytti fjarlægðina aðeins.

En það gerðist þó eitt jákvætt
ég gaf honum blóm
og hann tók við því
og setti það á bak við eyrað.

Heimsóknartíminn

Skammaði mig fyrir að fá lán hjá strákunum
fyrir að hafa ekki borðað
sagði mér ég væri þreytuleg
að hann væri hættur við að giftast mér
afhverju ég hefði ekki fengið far hjá Krumma
leit varla á mig
en horfði sjónvarpið
og gaf mér svo pening fyrir leigubíl.

Eftirmáli

Ég fór norður tilað elta strák
það var hið opinbera erindi
ástin
sem hefur leitt mig
á ótrúlega staði
einsog lokaða herbergið
mitt á Kleppi
þarsem ég lokaðist inni
í huganum
eða gleymdist í 30 ár
og úr varð sagan
Heimsóknartíminn
ástin hefur alltaf
verið fyrir mér
einsog að ganga á rekann
lokaða herbergið opnast
og það flæðir inn
ég ræð ekki neitt
við neitt
stjórnleysi og töfrar
svo lokast allt aftur
og lífið gleymist
og allt gleymist
ekki bara lífið
heldur sjúklingurinn í rúminu
börnin og barnabörnin
því sorgin heldur mér upptekinni
og skammirnar dynja á mér
skammirnar og skammirnar
endalausar skammirnar
hvergi friður
kannski var friður fyrir norðan
og hafi mér leiðst var ég búin að gleyma því
og er ég að gleyma lífinu
ástinni
og öllu hér
kannski er þetta bara bull
en ég er komin útúr lokaða herberginu
og þess náði ég erindinu
þótt það hefði gleymst
og allt annað gleymdist
einsog ljóðið um Drangavík

og ég gleymdi erindinu
gleymskan hafði varðveitt það
þangað til núna.

14 nóvember 2011

Góðar hugmyndir

Jóhanna Líf kom í heimsókn um helgina, - það var dásamlegt. Hún leiddi mig í sannleikann um "main-stream" og "hipster!" Hvar væri ég stödd án þessara barnabarna, ein í turni einhverstaðar, úff....., - við fórum á Hróa að fá okkur pizzu, í Þjóðleikhúshúsið að sjá Hreinsun, og í sund á sunnudeginum og þegar ég ætlaði að "beila" á því þá sagði Jóhanna, þú gætir nú fengið góðar hugmyndir í heita pottinum amma og þá meinti hún í sambandi við bókina mína.

Jóhanna Líf kom í heimsókn

12 nóvember 2011

11.11.11.

Þetta er einsog heill her þessi dagsetning, - full tungl, ég elska kærastann minn. Jóhanna er í heimsókn, - yndislegt. Kraftaverk gerðist í formálanum. Svo sá ég Lillý í dag. En við Jóhanna fórum á Hróa og erum búnar að vera í tölvunum og horfa á teiknimynd. Allt er fínt heima.

10.nóvember

Vann í formálanum.... það er ekki hægt að leiðast þessi formáli, ekki lengur. Svo fór ég á fund með Laufeyju, það var að koma fullt tungl, - og það var góður dagur.

09 nóvember 2011

Appelsín á Hlemmi

Fór í sjúkraþjálfun, - eignaðist fyrsta kaupandann í strætó, .... rigning, kíkti í búðirnar og keypti strætómiða og appelsín í gleri á Hlemmi, - lífið er dásamlegt!

Handabandið 8.nóvember

Tíminn er slóttugur,..... þarna stillir hann öllu upp fram og aftur, fjörutíu árum síðar kemst maður inní bakaríið og þá er þar útgerðafyrirtæki, - makrílveiðar og súkkulaðisnúðar renna saman í eitt, -

kraftaverkið gerist.... handaband....

07 nóvember 2011

Það rignir og rignir í æðra veldi og svolítið hvasst ef ég má orða það svo, kærastinn fór til tannlæknis, ég kveikti á reykelsum og kertum tilað gleðja hann.

06 nóvember 2011

Velkomin framtíð

Fór útað borða með Óskari í gær, Grillhús Guðmundar, sá ekki Guðmund, en maturinn og samræðurnar allar athygli verðar, held að ég sé skáld, fékk minnimáttarkennd þegar ég hugsaði að gefa út bók, líka þegar það er orðið svona áliðið, -

það er orðið áliðið, alltaf fallegt seiðandi orð, -

áliðið, .....

Svo fórum við á fund, það var soldið yfirþyrmandi og undirþyrmandi, - gott að komast heim, góður fundur og ég rifjaði upp þegar ég fékk litla sæta andlega vakningu í States, um að guð treysti mér, takk guð og góða gyðja, sem sagði mér að þemban og remban stafaði af ótta við framtíðina,

svo nú þarf ég að skrifa framtíðarbók,

eða bara bjóða framtíðina velkomna,

velkomin framtíð,

ég lofa að vera ekki alltaf í núinu svo þú komist að, -

já og svo fór í klippingu og litun, það mikla kvennahof....

05 nóvember 2011

Lillý fær pizzu og pepsiiiiii

Bauð Lillý uppá pizzu og pepsi en hún vildi frekar mjólkurmóðina. Ég er að fara á date í kvöld og hálfkvíði fyrir, líka í klippingu og hugsa um handritið mitt, hvort ég eigi að gefa út nýja bók.

04 nóvember 2011

Ný bók

jæja, það er best að draga frá, - ég elska útvarpið, - það kemur rödd úr því og list, auglýsingar og allt, - ég var að passa Emblu í gær og sagði henni sögur af Ellu Stínu og bernskubrekum hennar, henni fannst langmest gaman að heyra um kýrnar og slamp, slamp, slamp, (sem heyrðist þegar þær kúkuðu) - Neglurnar eru loksins að taka við sér, og Ellý Vilhjálmsdóttir syngur þín hvíta mynd.............. um svarta nótt. Ég er að hugsa um að gefa út nýja bók:

Stelpan á Seljanesi við Ingólfsfjörð

Og fjallið

Ég vaknaði svo snemma að ég náði að hlusta á Óskastundina, uppáhaldsútvarpsþáttinn minn, annars er ég döpur og leið og daðla og langar til útlanda, bara aðeins að breyta um umhverfi, hugsa stöðugt um að fara til Heklu til vina minna þar, og fjallið.

03 nóvember 2011

Hreint hjarta á norðurhveli jarðar

Ég var svo ör í gærkvöldi ég gat ekki sofnað, hlakkaðí svo mikið tilað VAKNA OG hver hugmyndin rak aðra, ég hugsaði: Hvað gerði mig svona öra? Var það þegar Garpur kom og sagði það væri gott að skella sér í heita pottinn, svo fékk þá hugmynd að Garpur væri snillingur sem hann er og ætti að vera að vinna í mannlegum samskiptum, því slíkt hreint hjarta finndist ekki á norðurhveli jarðar.

Síminn á silent

1.nóvember átti Hrafn afmæli, hringdi í hann, hann var í labbitúr með Írisi á Ægissíðunni, svo var eitthvað meira, já þetta var þriðjudagur, ég fór og passaði Emblu, hún var sofandi í bílnum, vaknaði og fékk sér kjúkling, skyr og vínber, svo söng ég "lögin mín" og las Barbapabba, en á endanum sofnaði hún ein í rúminu sínu og fallega herberginu sínu, og ljós frá fjólubláa lampanum. Óskar hringdi í mig en ég var með símann á silent.

31 október 2011

Naglalakkið

Fór á bolnum í úlpunni á fund, labbaði, en nennti svo ekki í sund einsog ég elska sund, kannski á morgun, sá svo alltíeinu hvað Lillý Elísabet er lík honum Jökli, og það er kalt og er ég er að hugsa um líf mitt, eða þeas. vinnuna mína....

og naglalakkið!

30 október 2011

haustblogg

það er haustleg, laufin eru fallin af trénu, ég er ein í stofunni, óskar liggur í einari, með ótrúlega blá augu, ég fór að huga að apótekaraglösunum, og las uppúr geðveikihandritinu mínu, bara eina sjúkraskýrslu, laufey og jón komu í hádegiskaffi, veturinn er á leiðinni, flottar myndir af emblu og lillý, lífið er dásamlegt, kannski á ég fleiri en eina sögu í tölvunni, og vantar útgefanda, stofan er svo glæsileg núna eftir breytingarnar.....

29 október 2011

Hin hryllilega tannaðgerð

Vaknaði og sagði við sjálfa mig, ég fer aldrei í þessa hryllilegu tannaðgerð en svo var lítill álfur sem hvíslaði mér að halda áfram....halda áfram ferðinni.... stundum nefnilega vil ég ekki halda áfram en fara aftur á bak eða standa í stað....

26 október 2011

Kvöldganga með Lillý Elísabet

Vaknaði undarlega máttlaus en bjartsýn, fékk mér kaffi, prótín, lýsi, vítamín, kíkti á Facebók og Heiðar ætlar að kíkja í kaffi, - í gærkvöldi fór ég í sund, synti fimm hundruð metra, hitti Albert í heita pottinum sem sagði sögur úr Flugbjörgunarsveitinni og svo kíkti ég til Lillýar og foreldra hennar, við fórum öll í kvöldgöngu í ísbúðina hér í mínu hverfi, með hundana og allt, Lillý er hið fegursta blóm, - það var orðið dimmt, og laufin fuku um strætin, lífið er dásamlegt og allt er gott.

25 október 2011

Má ég verða stór?

Í dag er rigning og ég held það sé þriðjudagur, laufin eiginlega farin af trjánum og ég ætla lesa tvö handrit eftir sjálfa mig og fara útí búð og kaupa ávexti. Ég bað guð um sjálfstraust í dag.... og svo er ég fatta að ég er alltaf að raða hlutum og það er ekkert nýtt. Ég sit í stofunni, hún er svo falleg og alveg ný stofa og líka Skáldaherbergið einsog Óskar kallar það, veit ekki hvað ég á að gera við Einar Ben. kannski biðja hann um að fara með Einræður Starkaðar. Var að passa Emblu í gær, svo yndislegt barn og húmoristi, kveikir bros í mínu ömmuhjarta, og já áðan fékk ég mér reyndar tvær skálar af púðursykri og hörfræjum með AB mjólk - light. Og í nótt dreymdi mig að Siggi og Dagný höfðu verið að gera upp Suðurgötuhúsið mitt, og Risið líka, ég spurði sérstaklega útí það, þar með var ekkert pláss fyrir mig, er þá verið að gera upp ástsýkina, eða er húsið orðið skynsamlegt, er ég að tapa einhverju sem skiptir mig máli en ég trúi ekki á, - er það ástin. Má ég verða stór?

22 október 2011

fuldsjfoe,d,,

gefyr ----- jjkkei hefur ekki liðið jafn verr á ævinni eða í lengri tíma

20 október 2011

Kolbrá á afmæli í dag

My little horror sweet sister, djók, - Til hamingju Kolbrá, þú ert svo góð og sæt, háhælaskór og hvítvín handa þér, mjög fáum sem ég veiti vín, - en ég man eftir Kolbrá í vöggu, lítið krútt sem við horfðum öll vonaraugum á enda hefur hún bjargað okkur með hlátri og draugasögum, - samband hennar og Magdalenu dóttur hennar er eitt hið fegursta á þessari jörð.

En nú skín sólin, ég var að skrifa í rúminu, fékk þrjú símtöl, frá Óskari, Kristjóni og Garpi, Jökull hlýtur þá að hringja líka, bráðum, - ég skrifaði mjög merkilega sögu og dró gluggatjöldin frá, þurrkaði af eldhúsborðinu, fór í háhælaskó, langar að ryksuga og kaupa ávexti, bráðum kemur Lillý Elísabet í heimsókn, kannski eru tvíburarnir að flytja í Kópavoginn, þá passa ég Vesturbæinn, ef þeir vilja koma í heimsókn og borða læri eða kex, horfa á Strumpana, Torminater, Lion King, og allar ömmustelpurnar, og ég er með vatn í glasi og lífið er dásamlegt, guð er til, það er einmitt það, það er alltíeinu komin 20.október, - alltíeinu, hann var svo langt í burtu um daginn, svona líður tíminn, eða stekkur fram og engist í hlátursköstunum, nú eða flissar niðurbælt, fyrir hvern er ég að skrifa, bara elska að skrifa, og ætti ég svo ekki bara að elda þetta læri á laugardaginn.

19 október 2011

Klukkan er sjö

Vaknaði upp við merkilegar hugsanir að venju, - það er kyrrt og ennþá dimmt, ákvað að fara á fætur og lesa formálann, á ég að gefa út bók eða ekki, um Trékyllisvíkurljóðin, er þetta ein fullkomnunaráráttan enn, Linda segist elska ljóðin, Kristjón segir þetta sé það besta sem ég hef skrifað en ég er enn að hugsa, af því ég á ekki fyrir útgáfunni, líka af því ég er þreytt á að láta bækur alltaf bjarga fjárhagnum en hvað á gera það ef ekki bækur, og Hrafn vitnar í Bill sem sagði að maður ætti bara að vera með eina bók í einu, en má ég þá breytast í togaraútgerð og gera út tvær bækur. Eða hvað, afhverju snýst allt í hringi í höfðinu á mér, ætti ég kannski að stoppa einhverstaðar þessa rússnesku rúllettu? Núna segir ekki. Svo er það Vængjahurðin, og Fótboltasögur, Sjáðu sjáðu mig, sýningin með Rauðum hestum, Vettlingum, Apóteki og leikhúsi, já og You Tube sketsunum. Hvar er svarið, austur að Heklu? En ég á eftir að bursta tennurnar.

18 október 2011

Sundferð

Ég fór í sund í dag í sundhöllina við Barónsstíg, þar var hátt til lofts einsog venjulega og ég synti 20 ferðir og lyfti líka undir stjórn míns einkaþjálfara, Óskars Geirs. Fórum svo niður Laugaveginn og fengum okkur súpu á Asíu nema hann fékk sér rækjur, veður var svalt og við tókum leigubíl heim, ég bauð honum uppí dans á Ingólfstorgi.

17 október 2011

Hugarró

Vatn, kyrrt vatn, - tónlist, róleg tónlist, - fingur á lyklaborðinu,

16október

Embla kom í heimsókn og litaði fallega mynd, sat hér í stólnum með fallegu augun sín og speki sína, spiluðum tónlist, hún sagðist vilja eiga litla systur sem héti Ingunn.Og svo sagði hún mér leyndarmál.

15október

Fór í Kolaportið og keypti vitleysu. Mikið af litum og hreyfingu í Kolaportinu og magnað að gera einhverja vitleysu.Þar á undan hafði ég komið við hjá pabba hans Bjössa sem var að mála íbúðina og ég sá bjálkann í loftinu og fannst Bjössi vera þarna og segja:Þetta fór illa.

14október

ég fór á fætur hálf tvö og fór til sjúkraþjálfara, - útí skýli sá ég tvö ljós á himni og sagði við konuna í skýlinu, ef ég væri í maníu myndi þessi ljós tákna endalok sambandsins, en konan sagði að þetta væru neyðarblys vonarinnar.

13 október 2011

að ráða því sjálf

Vöknuð eldsnemma klukkan níu, - með kaffi og tölvuna, skrifaði bréf til Kristínar, útidyrahurðin skellist niðri, vindurinn gælir við laufin, haustlaufin, og ég búin að sjá skírnarmyndir, - langar í sund, dansa, gretta mig, þarf að heimsækja Elísabet Ronalds og fjölskyldu, og hvað skyldi hún Lillý vera að gera í dag, Embla Karen og allar ömmustelpurnar, ég þarf að halda ömmustelpupartý, langar að vera ein og skrifa og dansa og finn sektarkennd þegar ég segi þetta, fékk annars hugmynd að nýrri bók í gær, sektarkennd já einsog ég ráði því ekki sjálf, -

12 október 2011

Haustveður og kjötsúpa

Óskar setti upp fallega ljósakrónu í stofunni í dag, hún er undursamleg, allt verður svo flott og litirnir spennandi, grátt, bleikt, grænt, hvítt, brúnt, svart, appelsínugult og málverk, já og björgunarhringurinn af Víkingi þriðja. Garpur og Jökull syntu í sjónum í dag, í þessu norðaustan haustveðri, ég fór til sjúkraþjálfara og í tæki, fór líka í strætó og þar sá ég lítinn skóladreng sem vakti samúð mína, og ég kom heim aftur, sá konu sem einu sinni var svo sæt og heillandi, nú var hún greinilega fátæk og leið illa, maður verður að passa uppá sjálfan sig, vont að vera veikur, passa uppá heilsuna, og svo eldaði ég kjötsúpu, glimrandi fína og sofnaði í sófanum á eftir.

11 október 2011

Á mína ábyrgð

Sambandið er á mína ábyrgð, - meira um það síðar

fullt tungl, sundferð, stjörnur, .....

og dagurinn í dag,

og ég er búin að hafa svo mikið fyrir þessu, -

ljósakrónan

heimsókn til Mundu

Lilly Elísabet mánaðargömul í dag

Halló Óskar

10 október 2011

Lillý Elísabet

Litla ömmustelpan mín var skírð Lillý Elísabet, undurfagurt nafn og spennandi, ég er svo þakklát að nafnið mitt fari áfram, ... ég óska henni gæfu og gengis og vonandi verður samband okkur gott og hún hugsi um mig í ellinni, hahahahaha.... djók, þetta er bara yndislegt.

Til hamingju Lillý Elísabet,....

05 október 2011

Fangelsi

Þegar mig langar að tortímast í eldi, nei misnotkun, tryllingi, sorginni og örvæntingu, langar inní þetta einsog hvert annað herbergi og fyllist leiða einsog ég horfi á mitt eigið barn ganga inní fangelsi.

Það er haustvöndur á borðinu

Stofan orðin grá og dularfull í staðinn fyrir appelsínugul og gleðiorkan uppmáluð, ég er örmagna úrvinda eftir martraðir næturinnar, sem betur fer var hljóð í nótt og svo rignir svona fallegum úða og mig langar ekki að vita neitt.

04 október 2011

Strákurinn á kassanum

Fór áðan útí Nóatún og keypti klósettpappír, ferskjur, banana, mysu, appelsínusafa og abmjólk og sagði við strákinn á kassanum: Er ekki lífið dásamlegt. Hajú, sagði hann. Þetta datt alltí einu yfir mig.

03 október 2011

Haustvöndur

Ég fór og tíndi haustlauf af runna og setti í vasa, sem stendur á stofuborðinu, - það eru greinar með svo þetta er einsog blómvöndur, svo fallegt.

ps. Runninn var á umferðarhorni

Opnir gluggar, fullur ísskápur og já, eldhúsrúlla

Eftir að ég eignaðist kærasta er búið að opna gluggana á húsinu, þeir höfðu verið lokaðir í mörg ár, og svo er ísskápurinn fullur af mat, allskonar mæjónes, rauðrófur og reyktur lax, og já svo einsog sonur minn benti forviða á, þá var eldhúsrúlla á borðinu.

29 september 2011

Svefnloftið

Það er þungt loft á svefnloftinu, ég opna gluggann, hann er einsog bátsgluggi og við stímum til hafs, búin að skoða myndir af Jökulsdóttur, sallafínar og umferðarniður úti og vaknaði upp með mígrenikast útaf meðvirkni af því ég hélt ég hefði farið yfir strikið á Facebók en það var þá sama gamla hræðslan við að brjótast útúr sjálfum sér, því ég sjálf er herbergi sem ég þarf stundum að koma út úr svo ég lifi, já skrítið að hafa breytt sér í herbergi.

28 september 2011

Eitthvað nýtt

Það rignir og ég er að fá mér súpu, það rignir mjög mikið, ég heyri í regninu, það er núna að fara í rennurnar, það eru göt á rennunum, og smá vindur í greinum trjánna, geri ráð fyrir að hafið sé á sínum stað, fór í sjúkraþjálfun í dag og svo í kínverska búð, þarsem fengust fallegir hlutir og kókómjólk og grænn púði, blómsturpottar og bollar með hestum á. Ég keypti mér litla kók og kókosbollu í sjoppu á Hlemmi og hitti strák sem fannst fundir ekki fyrir sig, þetta er bara fólk að rifja upp eitthvað, sagði ég, of mikið talað um guð, sagði ég, hvenær hefur guð gert einhverjum eitthvað annars er ég of vanmáttug að tala um guð, en í dag ákvað ég að gera eitthvað nýtt.

27 september 2011

Í svefnrofunum

Á hverri nóttu og alltaf áðuren ég vakna og í svefnrofunum hugsa ég um hvað lífið sé ómögulegt og ég ætti að vera á Heklu, og ekki hverfa.

26 september 2011

Óskar í sófanum

Já í Einari Ben, áðan fann ég liljulykt, kom hún að utan eða úr mínu heilabúi, það er létt tónlist í útvarpinu, maðurinn sem ég elska er enn hér að drekka kaffi og návist hans er yndisleg og hann er í fallegri skyrtu, köflóttri, og gallabuxum og ég er skotin í honum, á einum stað, - það er kveikt á hinni tölvunni, og tré fyrir utan gluggann minn, síminn á borðinu, ég var að hringja í fyrirtæki og ég gæti hugsað´mér að kveikja á rauða kertinu, svo eru ljóðabækur eftir Heimi Má, og ég er að hugsa um nokkur leikrit og er með hausverk, hásinabólgu, þursabit, flökurleika, en efasemdum um lífið fer fækkandi, ég hugsa um litlu Jökulsdóttur sem er svo nýkomin í heiminn....

25 september 2011

Rautt kertaljós

Það er kertaljós á borðinu, sól úti og laufin bærast létt fyrir utan gluggann og rauð berin svigna á greinum trjánna, kertið er rautt og nágrannakona mín gaf mér það og bráðum kemur október, og litla septemberbarnið dafnar blítt og elskulega með sitt svarta hár, í dag er sennilega annar af síðari leikjum Breiðabliks, og ég sit hér á jórdönskum nærbuxum, svartri ullartreyju frá Noregi, og í peysu sem Hulda prjónaði á mig og allir dáðst að, ég var eiginlega að ákveða að gefa út nýja ljóðabók, ég læt alltaf birtast í huganum: Gefðu út, - en nú á ég allar þessar bænabækur, svo hvernig á ég að gefa út - hvernig á ég að taka ákvörðun, láta gera kostnaðaráætlun, en það hefur Jóhann Páll aldrei gert, svo er bara best að dúndra þessu út og koma í kiljuna.

Í gær hringdi í mig kona og sagðist hafa kíkt á bloggið mitt, þetta er skrifað fyrir hana og hún beðin að gefa gaum að ytra umhverfi sínu, gluggum, kertum, nærbuxum, frekar en öllu hennar innra og óstýriláta sálarlífi.

Ég heyri tikkið, sé fingur mína hreyfast, það er nautn.

*

15 september 2011

Jökulsdóttir horfir á heiminn

Lítið dásamlegt barn er komið í heiminn, hún Jökulsdóttir og Kristínar, með kolsvart hár og augu heimsins, heimurinn er ekki samur eftir að hún hefur horft á hann, hann pússlast allur saman og verður almennilegur heimur, iðar í skinninu eftir að hún opni augun á morgnana og horfi á hann, og svo sæll allan daginn að hún skuli vera horfa og hafa þau opin, augun eru dimm og djúp, viðkvæm og blíð, göldrótt og gáfuleg, eitthvað alveg nýtt í heiminum, nýjustu augun í heiminum og þess vegna verður heimurinn aldrei eins eftir að þessi augu fóru að opnast og horfa á hann, heimurinn verður stundum feiminn, alsæll, sterkur, fagur, titrandi, umfram allt heimur, og svo þegar hún fer að sofa á kvöldin titrar heimurinn af hamingju og bíður þess það komi morgun og hún litla Jökulsdóttir fari að horfa á sig.

25 ágúst 2011

Uppgötvun aldarinnar!!!

Ég fattaði alltíeinu að ég er að lifa fyrir mig,............

*

21 ágúst 2011

Eldsnemma

Hæ lífið er undarlegt.

Svo undarlegt

og einn dagurinn enn.

18 ágúst 2011

reddast

ástin vill greinilega allt, er það ekki of mikið, elskar maður þá ekki of mikið eða of lítið.

sögnin að reddast hefur dottið úr tungumálinu eftir hrun.

16 ágúst 2011

Gleymskan

Að gleyma svona miklu
Öðru eins hefur nú mannkynið gleymt
Man ekki neitt
Vill ekki muna neitt
Vill bara muna eitthvað sem gott er að muna
Og það er ekki gott að muna
Að ástin heimtar allt
Annars grætur hún.

Ljóð um gleymskuna eða ástina - ort 9.janúar 2011

Mig langar að gleyma mér

Gleyma hvað ég heiti,

Hver ég er

Hverja ég þekki

Hvað ég hef gert og hugsað

Gleyma að ég hef fundið til

Stigið skref og klifið fjöll

Gleyma að ég hef dansað

Og líka þegar enginn sér til

Gleyma að ég á borð og stóla

Veggi, hurðir og himinn,

Gleyma börnunum mínum

Og barnabörnunum

Fjöllunum, öldunum, sandinum,

Draumunum, dúkunum,

Hlaupum mínum og útréttingum

Símtölum og sykurkörum

Gleyma öllu sem ég man

Gleyma að ég þarf að fara til læknis á morgun

Og fund á miðvikudaginn

Gleyma það er miðvikudagur

gleyma gleyma

gleyma öllu

nema þér.

*

15 ágúst 2011

grænkálshausinn

skoppaði í grænmetishillunni þegar ég labbaði framhjá og það gat boðað eitthvað....

14 ágúst 2011

snarl

leiði, kærleikur, þreyta, halallaeipewoilkmcv´larg´poweg

ANDÞRENGSLI

Framhald síðar

Margrét: Var þessi barátta háð til þess eins að verða padda!?

*

líf

Þá veit ég það bara.....

en norðanáttin er stöðug, -

og útí Gróttu var sandur og kuðungar sem komu ekki úr mínum haus.

dásamlegt líf...

Elísabetarnótt

Elísabetarbull.....

Elísabetarvor.....

Elísabetarson....

Elísabetarslátur.....

Elísabetardreki....

Elísabetar...tími.........

Heilsaði haustinu

Kvaddi sumarið, og heilsaði haustinu....

útí Gróttu,

vindhviður, og trén á hreyfingu, -

12 ágúst 2011

Samskipti

Við erum allavega að hafa samskipti....

saaaaaaaaaaaaaaaaaaaamskiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiipti.

10 ágúst 2011

Fix

Að fixa sig með afbrýðissemi, fara á hótel í sólarhring tilað fixa sig. Fixa sig með öllu, hvar er kyrrðin...

KYRRÐIN.................................

Músin í holunni

Einu sinni var mús sem faldi sig inní holu og vildi ekki koma út.

Ég var bara ellefu ára, sagði hún.

Og ég vil loka fyrir holuna.

09 ágúst 2011

Allt er í lagi,....

Allt er í lagi, það er það hryllilega, það voðalega, allt er í lagi, ....

er ég hermaður sem er að koma heim úr stríði...?

hvað gerir hermaður sem er að koma heim úr stríði......hann tálgar spýtu.

og gefur henni mál.

Freakie og Hanna

Hvað sagði Freakie Kontról við Hönnu þegar hún kom eftir allan þennan tíma: Hvar hefurðu verið, og það fór allt í háaloft, það varð allt vitlaust,...

eða hvað, sagði hann eitthvað annað, - einsog: Ætlar þú ekki að fara drífa þig!?

Guð,....

....ég á engan kærleika og get ekki sagt það sem mér finnst,...

er það kannski bara alltílagi, einmitt!

Hvað þýðir þetta?

Einmanaleikinn étur úr lófanum á mér....

*

Bláþráðurinnnnnn

Ég spurði guð hvort við gætum verið jafningjar....

.... síðan er allt búið að vera vitlaust.... ástin hangir á bláþræði....

Öðlast, forðast

Forðast hungur, öðlast frið.

Hvað er ég að forðast eða öðlast með því að láta stjórna mér.

sjá ekki raunveruleikann.... öðlast

forðast.... lífskraft

Stjórnun

Þegar reynt er að stjórna mér verð ég einsog gjósandi eldfjall eða fugl í búri sem berst fyrir frelsi, - svo má spyrja, afhverju læt ég stjórna mér, það er auðvitað útaf því að ég hugsa ekki nógu vel um mig, en kannski líka útaf því að þá fæ þá tilfinningu að ég sé á lífi.

*

Fréttir um hjartað

Einmanaleikinn étur úr hjartanu á mér. Datt þetta í hug á Ægissíðunni þegar ég gekk framhjá húsi þarsem ég var alltaf á miklu fylleríi, ég setti stúlkuna sem var ég í hjartað á mér og þar fékk hún skjól,

og þurfti ekki að éta úr hjartanu.

*

08 ágúst 2011

Þunglyndispunktur

Ég er í þunglyndi, fínt að nefna það hér, af því enginn les bloggið, -

06 ágúst 2011

Gleymskan - ljóð ort 9.janúar 2011

Mig langar að gleyma mér

Gleyma hvað ég heiti,

Hver ég er

Hverja ég þekki

Hvað ég hef gert og hugsað

Gleyma að ég hef fundið til

Stigið skref og klifið fjöll

Gleyma að ég hef dansað

Og líka þegar enginn sér til

Gleyma að ég á borð og stóla

Veggi, hurðir og himinn,

Gleyma börnunum mínum

Og barnabörnunum

Fjöllunum, öldunum, sandinum,

Draumunum, dúkunum,

Hlaupum mínum og útréttingum

Símtölum og sykurkörum

Gleyma öllu sem ég man

Gleyma að ég þarf að fara til læknis á morgun

Og fund á miðvikudaginn

Gleyma það er miðvikudagur

gleyma gleyma

gleyma öllu

nema þér.

*

03 ágúst 2011

Bréf til Péturs Geirs Óskarssonar

Elsku Pétur, ég ætlaði að skrifa þér bréf, en í staðinn færðu þetta ljóð og ég veit ekki alveg hvað ég ætla að segja þér en þannig eru ljósmyndirnar þínar stundum, einsog eitthvað titrandi sem berst inná myndflötinn, einsog það hafi fokið þangað eða læðst, orðið eftir, já einsog það hafi orðið eftir, það er skrítið þetta sem verður eftir, þegar allir eru farnir, rétt ókomnir, nýfarnir, þannig er birtan, stöðugt á flökti, aldrei stöðug, eitt andartak aldrei eins og þannig ert þú sjálfur, ljósmyndarinn, og svo þú feykist ekki í burtu, svo þú verðir ekki eftir, þá verður þú að eiga ljósmyndavél og taka miklu meira af myndum, tilað grípa þetta sem við hin sjáum ekki, eða ekki endilega grípa einsog sagt er um alla ljósmyndara heldur tilað liggja í leyni og bíða eftir því að birtan læðist inn, bíða eftir að skugginn lengist, og þetta gerist allt á meðan þú bíður.

Því í biðinni er lifað lífi sem við erum búin að gleyma, samt er lífið ein bið,en nú veit ég ekki alveg hvert ég er komin eða hvort þetta er bara della en héðan úr höfuðstaðnum er allt gott að frétta eða reyndar höfðinu á mér því ég fer ekki lengra og það er helst að pabbi þinn fái mig tilað hugsa um bláan lit á ganginn, ljósakrónu á baðið eða gólflista, og þetta er frekar óþægilegt því þetta er eitthvað sem er ekki að gerast í mínum haus en ég geri mér þá grein fyrir að ég búi í húsi og sé ástfangin og þá lít ég á hendur mínar og hugsa með mér ég verði að skrifa eitthvað jafnvel þótt það sé algjör della og bull og vitleysa og enn er þetta bréf eitthvað á villigötum og það er þá alltílagi og þá dettur mér í hug að deila einu með þér sem mig dreymdi, mig dreymdi vin minn sem fór með mig inná klósett og á klósetthurðinni stóð: Þegar dagur rann varð hún lost.

Þá uppgötvaði ég að ég á í vandræðum með daginn.

Á nóttunni get ég lag veg blindandi en á daginn verð ég blind, fæ ofbirtu í augun, rata ekki neitt og villist, dagurinn hlýtur að tákna ástina, núið, sólina, birtuna, hlýjuna, dansinn, en hafi maður einhverntíma orðið ástfangin og lent í klessu með ástina þá þolir líkaminn ekki þessa birtu og hlýju og vill skríða inní myrkrið.

Og sturta ástinni ofaní klósettið, - einsog í draumnum var gefið í skyn.

En ástin fer útí sjó, streymir um í hafið, safnar styrk, gufar upp, breytist í rigningu eða lítinn læk sem sytrar úr fjallinu,

og þá verður maður að vera á bíl einsog bílnum hans Péturs Geirs Óskarssonar sem var algjör lífgjöf og þakka þér fyrir lánið, en ég fór samt ekkert útúr bænum tilað heyra í þessum læk en það kom samt svaka rigning hér um daginn og svo er hægt að biðja guð, góði guð viltu hjálpa mér með daginn,....

og þetta bréf eða ljóð til þín, þetta er auðvitað bréf, nema það sé blogg hefur hjálpað mér að skilja afhverju mig langaði svona til Þingvalla að leita að litlum læk,

og þegar ég heyri í honum skil ég að þessi lækur er búinn til úr tárum mínum, svitaperlum, einn daginn þegar ástin brást eða hvarf, en nú er hún komin aftur, sterkari og fallegri en nokkru sinni fyrr í faðmi föður þíns, og þess vegna langar mig að heyra í þessum læk, kannski orðið soldið þráhyggjukennt, en þá veit ég að ÁSTIN ER KOMIN AFTUR, - alveg uppá nýtt, en ég vona þú hafir það gott í sveitinni og það gangi vel að skúra fjöllin og ná þessum skugga á frakka mannsins sem bíður í strætóskýlinu.

Og ég gleymdi aldrei að skrifa þér þetta bréf, ég sveikst bara um það af vantrú á sjálfa mig, vissi bara ekki hvað átti að standa, og svo hélt ég ég hefði kannski ekkert merkilegt að segja og þér myndi þykja það asnalegt, en nú hafa orðin læðst inn einsog í myndunum þínum og bráðum hverfa þau af skjánum,....:)

Allrabestukveðjur, þín Elísabet

06 apríl 2011

Alltaf að sanna sig

Einu sinni var kona sem var alltaf að sanna sig. Hamingjan sanna!

Sönnun

Það væri svo gaman fyrir hann að vera með mér en leiðinlegt fyrir hann að vera með konunni sem ég breytist í þegar mig vantar ást og fer að sanna mig óskaplega mikið.

Galdratalan

Þá hljóðnaði allt og hélt niðrí sér andanum og allur heimurinn lærði 1604.

Snerting

Einu sinni var kona og það snerti hana aldrei neitt, ekki þetta og ekki hitt, og hún snerti heldur aldrei neinn.

*

01 apríl 2011

more of my friends

my friends fear, scary and panic are protecting me from the world. The world is a big monster and they are protecting me, also from reality that tiny bitch always hunting me, all the sounds from water, traffic, radio, whisper from my lover and so on, I rather go into my head and panic, meet panic if you rather want it to be that way, but foremost of all they protect me from my glory.

My glory is such a burden. Uff.

my friends

i have lot of friends, i tell you their names, scary, panic, fear, they are such wonderful friends, they surround me and hug me all the time, they tell me stories, give me informations, constantly, they never leave me, they are always with me.

*

29 mars 2011

Mitt líf

Mitt líf,....

fallegast,

mitt líf

í höndum mínum

takk.

Raunveruleikinn er í næsta húsi

Leiðin til raunveruleikans er ekki löng,
raunveruleikinn er í næsta húsi,

reality is next door.

Stjórnsemin

Hvað tekur við þegar stjórnseminni sleppir?

*

20 mars 2011

Virðing

Hann segir mér
að það sé ekki hægt
að skrifa
um hvað sem er
og hvernig sem er,
hann tildæmis
þurfi að bera
virðingu
fyrir hafinu.

*

Óskar

Hann er rauðbirkinn, hvasseygur,
af því að horfa
út á sjóndeildarhringinn
og nú horfir hann á mig
treystir mér ekki,
vaktar mig, sefur laust,
hann heldur að ég ætli að stinga hann
í bakið,
þessa viðkvæmu brynju
sem hann bjó til
handa mér til að dáðst að.

*

18 mars 2011

Konan

Hún vill eiga
nælonsokka
og aðgang

að sinni frumstæðu visku.


*

15 mars 2011

Maðurinn í brúnni

Það er ekki hægt að flokka allt, til dæmis hvað sé sólarlag, hvað sé himinn, hvað sé haf og hvað sé maðurinn í brúnni sem dreymir um mig.

*

14 mars 2011

Þula

Ég vil njóta

ástin mín

ekki brjóta,

gullin þín,

ég vil fljóta

út á haf

ekki skjóta,

þig í kaf.

*

Samtalið í höfðinu

Með hnífinn á lofti,
það er annað hvort

þú eða ég.

*

Ættjarðarljóð

Ísland er ein sársaukagretta

og bláber.

*

Dauðinn og spreybrúsinn

Afhverju má aldrei hugsa um dauðann
og dauðann eftir dauðann
en það má alltaf vera með spreybrúsann á lofti.

*

Þá heyri ég þetta lag

Ég ætlaði ekki að svara símanum
ég ætlaði að fara útá land
eða loka mig inni
en þá heyri ég þetta lag.

*

10 mars 2011

Skyrtan

Elísabet fór í allar skyrtubúðir á Laugaveginum og komst að því að allar skyrtur eru einlitar einsog menn séu allir á leið í herinn!!! Það var tildæmis enginn með útsauminum: Ég elska Elísabetu á bakinu eða litlum fuglum á ermunum. Elísabet fann loks eina í Herrabúð Kormáks og Skjaldar, hún hét Oscar. Hún var svört einsog nóttin. Elísabet var að hugsa um að sauma útí hana: Ég elska Óskar, ... tilað koma í veg fyrir að hann fari í stríðið.

*

08 mars 2011

Ástin, tíminn og dauðinn

Ég er svo hrædd um að þú deyir
og að við höfum ekki nógan tíma
en ég gæti alveg eins dáið
eða tíminn flogið frá okkur.

Þetta er ansi þröngt sjónarhorn,
dauðinn og tíminn taka ástina í gíslingu
og þar er henni haldið
þangað til hún brýtur sér leið

en það gerir hún alltaf
ef það er ástin.

Samt verður að gæta hennar
og það gerir maður alltaf
ef manni finnst maður hennar verður.

*

Ískaldur

Æ, ég vildi að þú kæmir
til mín
ískaldur
og hrakinn
og ég myndi stinga þér inn.

*

Ískaldur II

Æ, það væri gaman
ef þú bankaðir uppá
ískaldur
og svalandi.

*

07 mars 2011

Að tilheyra

Þú tilheyrir mér
og ég er að hugsa um
að kaupa undir þig
glerskáp,
það gæti bara komið
móða á glerið,
svo ég ætti að setja þig
inní ísskáp
nema þú gætir étið
allan matinn
svo ég gæti sett þig
inní kústaskáp
en þá myndi mér bregða
í hvert sinn
sem ég opnaði skápinn
og þú værir önnum kafinn
við að sópa
ég gæti raðað þér
einhverstaðar
með skónum
postulínsstyttunum
geisladiskunum
en það er of mikið vesen
að raða þér í rétta röð
ég gæti haft þig hjá mér
en þá þyrfti ég að tala
við þig og ég hef ekkert
að segja
nema að ég elska þig.

*

útlegð 4

Hausinn á mér er í útlegð, þar fer fram mikill útlegðarbissniss, ég fékk útlegðardóm, þetta er yndisleg útlegð, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu, ég gref gröfina mína sjálf.

*

útlegð 2

Ég hef verið í útlegð, ég átti hvergi heima, ég bara drakk og dópaði, mér var sama um allt, ég gaf skít í allt, allir aðrir voru hálfvitar og voru að hugsa hálfvitalegar hugsanir, ég átti enga þvottavél og varð að þvo einhverstaðar, ég fór á barinn og svo í partý, ég var komin með vonda húð af öllum andlitsförðunum sem ég fékk lánað eða stal einhverstaðar, ég var komin með bjúg og augun sokkin, svaf hjá einhverjum, og hverjum sem var, ég hafði ekki samband við vini eða fjölskyldu, ég var auðvitað í leðurjakka,merktum í bak og fyrir; útlegðinni.

*

Útlegð 1

Að standa utan við allt,

allt,

ekkert eftir

nema allt.


*

Útlegð

Að standa utan við allt,

allt,

nema skerandi ýlfur rándýrsins

á ísnum,


eða í kokinu,


ég man aldrei

hvort er hvort.

*

Skáldið

Hann kallar mig ljósið eða blómið, ég veit ekkert hvað ég á að kalla hann, ég gæti kallað hann skáldið.

03 mars 2011

Opinberunarljóð

OPINBERUN

Það var opinberun
þegar ég sá hann
sitjandi á hækjum sér
að vinda gólftuskuna
þessar hendur gátu
greinilega kreist blóð
úr hjartanu,
augun skorið mann í beitu
og líkaminn svo liðugur
að hann gæti staðið teinréttur
við altarið.

*

Eplið

Svona liðugur gæti hann
birst mér einsog snákur
sem segir mér
að bíta í epli
þótt það sé ekkert epli.

*

Eitt lítið ljóð á fimmtudegi

Það er kannski þess vegna að ég er hrædd við ástina,

að alheimurinn hverfur, allt hverfur nema hann,

ég er á valdi fullkominnar einbeitingar,

með augun föst á uppskriftinni.

*

Ástin

Raunveruleikinn er farinn
því ástin er hér,
hún hefur tekið yfir,
úthýst öllu nema eigin hugmyndum,
ég fyrir mitt leyti er orðin leið á ástinni,
ég vil bara fá að ríða,
strá blómum,
smyrja olíu,
klæðast silkinærfötum,
svörtum nælonsokkum,
og svo framvegis
en ástin neitakk,
hún nennir aldrei að ríða.

*

Tár í augun

Hendurnar á honum
hnén, bakið,
og augun.

Ég set hendurnar
í efstu hillu,
hnén í skúffuna,
bakið inní skáp

en augun,

ég læt tár í augun.

*

Opinberun (óunnið)

Ég fékk opinberun
þegar ég sá hann
sitja á hækjum sér
að vinda gólftuskuna
alveg einsog kórdrengur í kirkju
eða sjálfur brúðguminn
að þrífa upp æluna
eftir mig.

*

26 febrúar 2011

Óskar

Hann er rauðbirkinn, hvasseygur,
af því að horfa
út á sjóndeildarhringinn
og nú horfir hann á mig
treystir mér ekki,
vaktar mig, sefur laust,
hann heldur að ég ætli að stinga hann
í bakið,
þessa viðkvæmu brynju
sem hann bjó til
handa mér til að dáðst að.

21 febrúar 2011

Minnismiði....

Alkóhólismi er ömurlegur, -

best að muna það!

Það er til lausn....................

11 febrúar 2011

Þögull kastali

Draumurinn sem mig dreymdi um þögla kastalann.

10 febrúar 2011

Ástarsamband við sjálfa mig

Ég elska mig þegar ég er leið
Ég elska mig þegar ég er reið
Ég elska mig þegar ég er fyndin
Ég elska mig þegar ég er kaldhæðin
Ég elska mig þegar ég er í sundbol
Ég elska mig þegar ég er í rosa stuði
Ég elska mig þegar ég er hrædd og þori engu
Ég elska mig þegar ég er óákveðin
Ég elska mig þegar ég er með verk fyrir bringubeinið af því það var einsog ég fengi spjót í það þegar ég var beitt ofbeldi, en bringubeinið heldur rifbeinunum saman og brotnar oft við endurlífgun
Ég elska mig þegar sólin sest
Ég elska mig þegar mér finnst ég ófullkomin
Ég elska mig þegar enginn kemur
Ég elska mig í meðvirkni, alkóhólisma, geðhvörfum
Ég elska mig í húsinu
Ég elska mig þegar ég er þunglynd
Ég elska mig þegar ég er ör og fer yfir strikið
Ég elska alla líkamspartana af mér
Ég elska mig þegar ég er frek

Ég elska mig þegar ég er sæt og skemmtileg
Ég elska mig þegar ég er huglaus
Ég elska mig þegar ég lýg
Ég elska mig þegar ég stel
Ég elska mig þegar ég get ekki neitt og þori engu
Ég elska mig þegar ég er skítug
Ég elska mig þegar ég er geðveik og ásakandi
Ég elska mig þegar ég beiti ofbeldi, eða það er eina sem ég get ekki elskað
Ég elska mig þegar ég klikka á hlutunum
Ég elska mig þegar ég sef yfir mig
Ég elska mig þegar ég fæ þennan verk
Ég elska mig þegar vindurinn blæs
Ég elska mig þegar sé kertalogann
Ég elska mig þegar ég sé fallegan karlmann
Ég elska mig í kærleika og þegar ég sé kærleika
Ég elska kærleika og þakklæti
Þakklæti Þakklæti milljón sinnum
Ég elska mig
Ég elska litlu stelpuna sem er alltaf að skammast sín og heldur hún sé klaufsk og klunnaleg þegar hún er fíngerð og öll af vilja gerð

08 febrúar 2011

Of pjöttuð

Einu sinni var kona sem átti erfitt með að halda mörk. Hún var svo pjöttuð.

07 febrúar 2011

Að vera veikur. Sjá það bara veika. Horfa á það veika.

24 janúar 2011

Hamingjan

Hamingjan getur verið alveg róleg, hún er hjá mér.

*

Samtal við fjall

Ég: Kæra Fjall, viltu ekki láta hrynja úr þér.

Fjallið: Ég geri það sem mér sýnist, mér finnst gaman að sjá þetta litla fólk engjast fyrir neðan mig.

Ég: Ertu einmana?

Fjallið: Einmana, ég nei.

Ég: Talar enginn við þig.

Fjallið: Nei, auðvitað ekki, það talar enginn við mig, það halda að ég sé dautt... fjall.

Ég: En ég er að tala við þig, og ekki láta hrynja úr þér.

Fjallið: Ég verð að sýna mátt minn og megin.

Ég: En eigum við ekki að gera eitthvað skemmtilegt.

Fjallið: Einsog hvað?

Ég: Þú segir mér frá öllu sem þú hefur séð og heyrt gegnum aldirnar.

Fjallið: Ég er löngu hætt að sjá og heyra, fólk fattar ekki að fjöll eru lifandi.

Ég: Ég hef heyrt fjöll anda.

Fjallið: Vertu ekki að þykjast vita allt um fjöll, þú ert bara auðvirðileg manneskja.

Ég: En ef það hrynur úr þér þá er voðinn vís.

Fjallið: Voðinn vís, voðinn vís,.....

Ég: Ég vil lifa áfram og elska.

Fjallið: Sagðirðu elska.

Ég: Já.

Fjallið: Segðu mér frá ástinni og ég læt ekki hrynja neitt úr mér.

Samtal við fjall

Jæja, nú er ég búin að kveðja sorgina, hræðsluna, óöryggið og geðveikina, hvað ég þá eftir, samtal við fjall.

Stormur í höfðinu

Ég vaknaði með storm í höfðinu, svo fékk ég mér kaffi, og Garpur kom í heimsókn, ég fór með hundana í einn og hálfan tíma meðfram sjónum, hugsaði ég þyrfti ekki alltaf að vera hella úr hjartanu mínu heldur líka taka inn, svo ég tók inn dansandi þang, sofandi steina, brotna öldu og æðarhjón, og þá helltist óöryggið yfir mig, þetta gamla eldgamla óöryggi, að þú myndir fara, og tilað koma í veg fyrir það ætti ég endalaust að vera gefa af mér, tæma hjartað fyrir þig, þangað til ekkert væri eftir nema ein stór hola, og ég beinagrind, snauð búin að gefa allt sem ég á. Af því ég er aldrei nógu góð.

Óöryggi og hamingja

Ég gekk meðfram sjónum tilað fylla á hjartað, sá dansandi þang, brotna öldu, æðarhjón í öldunni, máva á stjakli, sofandi steina, og þegar ég hafði fyllt á hjartað varð ég svo óörugg, að ég hélt hann væri að fara frá mér, en skildi að þetta er gamla óöryggið sem aðeins verður kveðið niður með hamingjunni.

23 janúar 2011

Stundin í strætóskýlinu

Þegar allt annað er farið mun þessi stund í strætóskýlinu ríkja yfir heiminum einsog sumarnóttin.

21 janúar 2011

Hjartað á vinnslustigi -

Hjartað er nefnilega búið að vera opnast og það er fullt af viðkvæmni þetta hjarta, gleði, skringilegheitum og öllu. Ég hélt það væri í lagi að það opnaðist, þar væri öllu raðað í stafrófsröð og svo framvegis, en þá er þetta heitt, mjúkt lifandi hjarta, þar er líka gömul sorg og hræðsla svo ég gaf guði hjartað því þannig þorir hjartað að segja; ég elska þig.

Því þú opnaðir hjartað þótt ég vilji allsekki viðurkenna það, því ég þykist geta allt sjálf en verð að viðurkenna að þennan lás gat ég ekki opnað.

Þú helltir hjartað mitt fullt af ljósi úr myrkrinu þínu.

17 janúar 2011

Ljóð

Mig langar að gleyma öllu nema þér
svo ég geti munað þig.

09 janúar 2011

Sorgin kvödd

Í dag kvaddi ég sorgina og sagði, ég er búin að fá nóg, ég vil ekki lengur smjörlíki ofaná brauðið mitt og mig langar að sofa í almennilegu rúmi, mig langar að eiga bíl og komast eitthvert, mig langar í flotta skó, mig langar mest af öllu í góðan kodda, svo nú bið ég þig kæra sorg um að yfirgefa mig og kveðja, ég er búin að kynnast þér, vertu sæl.

*

Ljóð um ástina eða gleymskuna

Mig langar að gleyma mér

Gleyma hvað ég heiti,

Hver ég er

Hverja ég þekki

Hvað ég hef gert og hugsað

Gleyma að ég hef fundið til

Stigið skref og klifið fjöll

Gleyma að ég hef dansað

Og líka þegar enginn sér til

Gleyma að ég á borð og stóla

Veggi, hurðir og himinn,

Gleyma börnunum mínum

Og barnabörnunum

Fjöllunum, öldunum, sandinum,

Draumunum, dúkunum,

Hlaupum mínum og útréttingum

Símtölum og sykurkörum

Gleyma öllu sem ég man

Gleyma að ég þarf að fara til læknis á morgun

Og fund á miðvikudaginn

Gleyma að það er miðvikudagur

Gleyma gleyma gleyma

Öllu nema þér.

*

Þrýsta þér að vörum mér

teyga í botn.