06 desember 2011
Leitin að guði
Vísindamenn hafa nú fundið manneskju sem telur að allt sé henni að þakka, og hún sé skapari og himins og jarðar, hafi alltaf rétt fyrir sér, sé endalaust kærleiksrík (en þó með lúmskan svip) sé alltaf að safna fyrir börn í Afríku en mest í eiginsjóði, færi fjöll úr stað og heilu árnar, - vísindamenn halda þó áfram leitinni að guði, -
Líka
5.des
04 desember 2011
Hunangsdrykkur og jólaljós
2.desember
Lilly Elísabet grét
um kvöldið fórum við óskar á flórida með lalla.
02 desember 2011
Tónleikar með Grafík
og snjór úti þegar við tókum leigubíl og Ísafjörður enn nálægur!
30 nóvember 2011
síðasti dagur í nóvember
seldi nokkrum prestum bænabók í dag,
og sendi á tryggingarfélög
gerði fínt í svefnherberginu annars svaf ég niðri í nótt sökum kulda uppi, uppikulda,
allt svo fínt hérna og verslaði í matinn fyrir 6.þús. hvað var í pokanum?
lífið er dásamleg. t.
29 nóvember 2011
Í dag....
Ríkisskattstjórann
Tók af stað í brekku
var kalt
fór í bókabúðina
Vaknaði hálf tvö með tilfinningu um að það væri verið að búa til spennu
hugsaði um jólaseríur
það er dimmt og kalt
og ég hugsaði um hvernig Lillý Elísabet hefði það í fyrstu kuldunum sínum....
Og svo skipulagði ég útgáfupartý með Lísbet, það tók fimm mínútur¨!
Sund í gær
Ingunn Garpur og Embla komu í heimsókn ótrúlega himnekskt svo falleg
Fór í kirkjuhúsið með bænabækur
á pósthúsið með bænabækur
heyrði í Óskari
það var mánudagur.
Um helgina var ástand sem kallast kústurinn og bollinn... góður titill.
27 nóvember 2011
Elísabetardagurinn
það lekur úr þvottavélinni, datt í hug þér kynni að þykja það æsandi,....en þú ert kannski á Kaffi París með elskunni þinni...., -
ég er soldið lítil, sniðug en lítil og alltaf að leita pöbbum þótt ég hafi jarðað minn útí Ameríku og séð aðra jarða hinn útí Fossvogi. En það er kalt og ég er búin að panta göngutúr, og svo ætla ég í gallabuxur, það er stefnan, - á ég, eða á ég ekki, - og ég er búin að setja upp töfradósina í eldhúsgluggann, - og svo langar mig að ryksuga, setja upp jólaseríur, í stofuna, svo jólin verði tilbúin þegar ég er að selja bækur í desember en guð segir mér að hugsa um mig, hugsa um bókina, - .....
24 nóvember 2011
23 nóvember 2011
Í dag
fékk ég mér te
lagaði til í bókaskápnum
fór á facebók
og hottmeilið
setti teppið á klósettið
og þrjár gyðjur í gluggann
kerti í kertastjakana
tvo ruslapoka útá tröppur
hugsaði um að fara í sund
hugsaði um áfall sem ég varð fyrir 4 ára en þá brann tjaldið og kannski kenndi ég mér um það í staðinn fyrir að vera hetjan
hringdi í lindu
fékk mér heimilisfrið
hugsaði um drauminn þarsem ég bjó á hótelherbergi og tveir menn voru að slást fyrir utan, annar ingi og allt fullt af nikótíntyggjóum
og hugsaði um að norskur kastali væri það sem væri inní mér
hlustaði á fréttirnar
hringdi í prentsmiðjuna
hjartastöðin datt út
bað guð um kærleika
var hrædd
og leið
og það er ljós uppi
og allt óumbúið
og má ég eiga
mitt líf
17 nóvember 2011
Heimsóknartíminn
það gæti komið eitthvað
ég var auðvitað soldið upptekin af vinnunni minni
en var að hugsa að kannski ætti ég að leggjast uppí honum
einsog við gerðum í vor
en það var einhvernveginn ekki þannig núna
ég vissi ekki hvað ég átti að segja
mér fannst ég langt í burtu
eða hvort hann var langt í burtu
eða við bæði
svo ég greip til þess ráðs að segja þaðan
og það stytti fjarlægðina aðeins.
En það gerðist þó eitt jákvætt
ég gaf honum blóm
og hann tók við því
og setti það á bak við eyrað.
Heimsóknartíminn
fyrir að hafa ekki borðað
sagði mér ég væri þreytuleg
að hann væri hættur við að giftast mér
afhverju ég hefði ekki fengið far hjá Krumma
leit varla á mig
en horfði sjónvarpið
og gaf mér svo pening fyrir leigubíl.
Eftirmáli
það var hið opinbera erindi
ástin
sem hefur leitt mig
á ótrúlega staði
einsog lokaða herbergið
mitt á Kleppi
þarsem ég lokaðist inni
í huganum
eða gleymdist í 30 ár
og úr varð sagan
Heimsóknartíminn
ástin hefur alltaf
verið fyrir mér
einsog að ganga á rekann
lokaða herbergið opnast
og það flæðir inn
ég ræð ekki neitt
við neitt
stjórnleysi og töfrar
svo lokast allt aftur
og lífið gleymist
og allt gleymist
ekki bara lífið
heldur sjúklingurinn í rúminu
börnin og barnabörnin
því sorgin heldur mér upptekinni
og skammirnar dynja á mér
skammirnar og skammirnar
endalausar skammirnar
hvergi friður
kannski var friður fyrir norðan
og hafi mér leiðst var ég búin að gleyma því
og er ég að gleyma lífinu
ástinni
og öllu hér
kannski er þetta bara bull
en ég er komin útúr lokaða herberginu
og þess náði ég erindinu
þótt það hefði gleymst
og allt annað gleymdist
einsog ljóðið um Drangavík
og ég gleymdi erindinu
gleymskan hafði varðveitt það
þangað til núna.
14 nóvember 2011
Góðar hugmyndir
12 nóvember 2011
11.11.11.
10.nóvember
09 nóvember 2011
Appelsín á Hlemmi
Handabandið 8.nóvember
kraftaverkið gerist.... handaband....
07 nóvember 2011
06 nóvember 2011
Velkomin framtíð
það er orðið áliðið, alltaf fallegt seiðandi orð, -
áliðið, .....
Svo fórum við á fund, það var soldið yfirþyrmandi og undirþyrmandi, - gott að komast heim, góður fundur og ég rifjaði upp þegar ég fékk litla sæta andlega vakningu í States, um að guð treysti mér, takk guð og góða gyðja, sem sagði mér að þemban og remban stafaði af ótta við framtíðina,
svo nú þarf ég að skrifa framtíðarbók,
eða bara bjóða framtíðina velkomna,
velkomin framtíð,
ég lofa að vera ekki alltaf í núinu svo þú komist að, -
já og svo fór í klippingu og litun, það mikla kvennahof....
05 nóvember 2011
Lillý fær pizzu og pepsiiiiii
04 nóvember 2011
Ný bók
Stelpan á Seljanesi við Ingólfsfjörð
Og fjallið
03 nóvember 2011
Hreint hjarta á norðurhveli jarðar
Síminn á silent
31 október 2011
Naglalakkið
og naglalakkið!
30 október 2011
haustblogg
29 október 2011
Hin hryllilega tannaðgerð
26 október 2011
Kvöldganga með Lillý Elísabet
25 október 2011
Má ég verða stór?
22 október 2011
20 október 2011
Kolbrá á afmæli í dag
En nú skín sólin, ég var að skrifa í rúminu, fékk þrjú símtöl, frá Óskari, Kristjóni og Garpi, Jökull hlýtur þá að hringja líka, bráðum, - ég skrifaði mjög merkilega sögu og dró gluggatjöldin frá, þurrkaði af eldhúsborðinu, fór í háhælaskó, langar að ryksuga og kaupa ávexti, bráðum kemur Lillý Elísabet í heimsókn, kannski eru tvíburarnir að flytja í Kópavoginn, þá passa ég Vesturbæinn, ef þeir vilja koma í heimsókn og borða læri eða kex, horfa á Strumpana, Torminater, Lion King, og allar ömmustelpurnar, og ég er með vatn í glasi og lífið er dásamlegt, guð er til, það er einmitt það, það er alltíeinu komin 20.október, - alltíeinu, hann var svo langt í burtu um daginn, svona líður tíminn, eða stekkur fram og engist í hlátursköstunum, nú eða flissar niðurbælt, fyrir hvern er ég að skrifa, bara elska að skrifa, og ætti ég svo ekki bara að elda þetta læri á laugardaginn.
19 október 2011
Klukkan er sjö
18 október 2011
Sundferð
17 október 2011
16október
15október
14október
13 október 2011
að ráða því sjálf
12 október 2011
Haustveður og kjötsúpa
11 október 2011
Á mína ábyrgð
fullt tungl, sundferð, stjörnur, .....
og dagurinn í dag,
og ég er búin að hafa svo mikið fyrir þessu, -
ljósakrónan
heimsókn til Mundu
Lilly Elísabet mánaðargömul í dag
Halló Óskar
10 október 2011
Lillý Elísabet
Til hamingju Lillý Elísabet,....
05 október 2011
Fangelsi
Það er haustvöndur á borðinu
04 október 2011
Strákurinn á kassanum
03 október 2011
Haustvöndur
ps. Runninn var á umferðarhorni
Opnir gluggar, fullur ísskápur og já, eldhúsrúlla
30 september 2011
29 september 2011
Svefnloftið
28 september 2011
Eitthvað nýtt
27 september 2011
Í svefnrofunum
26 september 2011
Óskar í sófanum
25 september 2011
Rautt kertaljós
Í gær hringdi í mig kona og sagðist hafa kíkt á bloggið mitt, þetta er skrifað fyrir hana og hún beðin að gefa gaum að ytra umhverfi sínu, gluggum, kertum, nærbuxum, frekar en öllu hennar innra og óstýriláta sálarlífi.
Ég heyri tikkið, sé fingur mína hreyfast, það er nautn.
*
15 september 2011
Jökulsdóttir horfir á heiminn
25 ágúst 2011
21 ágúst 2011
18 ágúst 2011
reddast
sögnin að reddast hefur dottið úr tungumálinu eftir hrun.
16 ágúst 2011
Gleymskan
Öðru eins hefur nú mannkynið gleymt
Man ekki neitt
Vill ekki muna neitt
Vill bara muna eitthvað sem gott er að muna
Og það er ekki gott að muna
Að ástin heimtar allt
Annars grætur hún.
Ljóð um gleymskuna eða ástina - ort 9.janúar 2011
Gleyma hvað ég heiti,
Hver ég er
Hverja ég þekki
Hvað ég hef gert og hugsað
Gleyma að ég hef fundið til
Stigið skref og klifið fjöll
Gleyma að ég hef dansað
Og líka þegar enginn sér til
Gleyma að ég á borð og stóla
Veggi, hurðir og himinn,
Gleyma börnunum mínum
Og barnabörnunum
Fjöllunum, öldunum, sandinum,
Draumunum, dúkunum,
Hlaupum mínum og útréttingum
Símtölum og sykurkörum
Gleyma öllu sem ég man
Gleyma að ég þarf að fara til læknis á morgun
Og fund á miðvikudaginn
Gleyma það er miðvikudagur
gleyma gleyma
gleyma öllu
nema þér.
*
15 ágúst 2011
14 ágúst 2011
líf
en norðanáttin er stöðug, -
og útí Gróttu var sandur og kuðungar sem komu ekki úr mínum haus.
dásamlegt líf...
Elísabetarnótt
Elísabetarvor.....
Elísabetarson....
Elísabetarslátur.....
Elísabetardreki....
Elísabetar...tími.........
Heilsaði haustinu
útí Gróttu,
vindhviður, og trén á hreyfingu, -
12 ágúst 2011
Samskipti
saaaaaaaaaaaaaaaaaaaamskiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiipti.
10 ágúst 2011
Fix
KYRRÐIN.................................
Músin í holunni
Ég var bara ellefu ára, sagði hún.
Og ég vil loka fyrir holuna.
09 ágúst 2011
Allt er í lagi,....
er ég hermaður sem er að koma heim úr stríði...?
hvað gerir hermaður sem er að koma heim úr stríði......hann tálgar spýtu.
og gefur henni mál.
Freakie og Hanna
eða hvað, sagði hann eitthvað annað, - einsog: Ætlar þú ekki að fara drífa þig!?
Guð,....
er það kannski bara alltílagi, einmitt!
Bláþráðurinnnnnn
.... síðan er allt búið að vera vitlaust.... ástin hangir á bláþræði....
Öðlast, forðast
Hvað er ég að forðast eða öðlast með því að láta stjórna mér.
sjá ekki raunveruleikann.... öðlast
forðast.... lífskraft
Stjórnun
*
Fréttir um hjartað
og þurfti ekki að éta úr hjartanu.
*
08 ágúst 2011
06 ágúst 2011
Gleymskan - ljóð ort 9.janúar 2011
Gleyma hvað ég heiti,
Hver ég er
Hverja ég þekki
Hvað ég hef gert og hugsað
Gleyma að ég hef fundið til
Stigið skref og klifið fjöll
Gleyma að ég hef dansað
Og líka þegar enginn sér til
Gleyma að ég á borð og stóla
Veggi, hurðir og himinn,
Gleyma börnunum mínum
Og barnabörnunum
Fjöllunum, öldunum, sandinum,
Draumunum, dúkunum,
Hlaupum mínum og útréttingum
Símtölum og sykurkörum
Gleyma öllu sem ég man
Gleyma að ég þarf að fara til læknis á morgun
Og fund á miðvikudaginn
Gleyma það er miðvikudagur
gleyma gleyma
gleyma öllu
nema þér.
*
03 ágúst 2011
Bréf til Péturs Geirs Óskarssonar
Því í biðinni er lifað lífi sem við erum búin að gleyma, samt er lífið ein bið,en nú veit ég ekki alveg hvert ég er komin eða hvort þetta er bara della en héðan úr höfuðstaðnum er allt gott að frétta eða reyndar höfðinu á mér því ég fer ekki lengra og það er helst að pabbi þinn fái mig tilað hugsa um bláan lit á ganginn, ljósakrónu á baðið eða gólflista, og þetta er frekar óþægilegt því þetta er eitthvað sem er ekki að gerast í mínum haus en ég geri mér þá grein fyrir að ég búi í húsi og sé ástfangin og þá lít ég á hendur mínar og hugsa með mér ég verði að skrifa eitthvað jafnvel þótt það sé algjör della og bull og vitleysa og enn er þetta bréf eitthvað á villigötum og það er þá alltílagi og þá dettur mér í hug að deila einu með þér sem mig dreymdi, mig dreymdi vin minn sem fór með mig inná klósett og á klósetthurðinni stóð: Þegar dagur rann varð hún lost.
Þá uppgötvaði ég að ég á í vandræðum með daginn.
Á nóttunni get ég lag veg blindandi en á daginn verð ég blind, fæ ofbirtu í augun, rata ekki neitt og villist, dagurinn hlýtur að tákna ástina, núið, sólina, birtuna, hlýjuna, dansinn, en hafi maður einhverntíma orðið ástfangin og lent í klessu með ástina þá þolir líkaminn ekki þessa birtu og hlýju og vill skríða inní myrkrið.
Og sturta ástinni ofaní klósettið, - einsog í draumnum var gefið í skyn.
En ástin fer útí sjó, streymir um í hafið, safnar styrk, gufar upp, breytist í rigningu eða lítinn læk sem sytrar úr fjallinu,
og þá verður maður að vera á bíl einsog bílnum hans Péturs Geirs Óskarssonar sem var algjör lífgjöf og þakka þér fyrir lánið, en ég fór samt ekkert útúr bænum tilað heyra í þessum læk en það kom samt svaka rigning hér um daginn og svo er hægt að biðja guð, góði guð viltu hjálpa mér með daginn,....
og þetta bréf eða ljóð til þín, þetta er auðvitað bréf, nema það sé blogg hefur hjálpað mér að skilja afhverju mig langaði svona til Þingvalla að leita að litlum læk,
og þegar ég heyri í honum skil ég að þessi lækur er búinn til úr tárum mínum, svitaperlum, einn daginn þegar ástin brást eða hvarf, en nú er hún komin aftur, sterkari og fallegri en nokkru sinni fyrr í faðmi föður þíns, og þess vegna langar mig að heyra í þessum læk, kannski orðið soldið þráhyggjukennt, en þá veit ég að ÁSTIN ER KOMIN AFTUR, - alveg uppá nýtt, en ég vona þú hafir það gott í sveitinni og það gangi vel að skúra fjöllin og ná þessum skugga á frakka mannsins sem bíður í strætóskýlinu.
Og ég gleymdi aldrei að skrifa þér þetta bréf, ég sveikst bara um það af vantrú á sjálfa mig, vissi bara ekki hvað átti að standa, og svo hélt ég ég hefði kannski ekkert merkilegt að segja og þér myndi þykja það asnalegt, en nú hafa orðin læðst inn einsog í myndunum þínum og bráðum hverfa þau af skjánum,....:)
Allrabestukveðjur, þín Elísabet
06 apríl 2011
Snerting
*
01 apríl 2011
more of my friends
My glory is such a burden. Uff.
my friends
*
29 mars 2011
Raunveruleikinn er í næsta húsi
raunveruleikinn er í næsta húsi,
reality is next door.
20 mars 2011
Virðing
að það sé ekki hægt
að skrifa
um hvað sem er
og hvernig sem er,
hann tildæmis
þurfi að bera
virðingu
fyrir hafinu.
*
Óskar
af því að horfa
út á sjóndeildarhringinn
og nú horfir hann á mig
treystir mér ekki,
vaktar mig, sefur laust,
hann heldur að ég ætli að stinga hann
í bakið,
þessa viðkvæmu brynju
sem hann bjó til
handa mér til að dáðst að.
*
18 mars 2011
15 mars 2011
Maðurinn í brúnni
*
14 mars 2011
Dauðinn og spreybrúsinn
og dauðann eftir dauðann
en það má alltaf vera með spreybrúsann á lofti.
*
Þá heyri ég þetta lag
ég ætlaði að fara útá land
eða loka mig inni
en þá heyri ég þetta lag.
*
10 mars 2011
Skyrtan
*
08 mars 2011
Ástin, tíminn og dauðinn
og að við höfum ekki nógan tíma
en ég gæti alveg eins dáið
eða tíminn flogið frá okkur.
Þetta er ansi þröngt sjónarhorn,
dauðinn og tíminn taka ástina í gíslingu
og þar er henni haldið
þangað til hún brýtur sér leið
en það gerir hún alltaf
ef það er ástin.
Samt verður að gæta hennar
og það gerir maður alltaf
ef manni finnst maður hennar verður.
*
07 mars 2011
Að tilheyra
og ég er að hugsa um
að kaupa undir þig
glerskáp,
það gæti bara komið
móða á glerið,
svo ég ætti að setja þig
inní ísskáp
nema þú gætir étið
allan matinn
svo ég gæti sett þig
inní kústaskáp
en þá myndi mér bregða
í hvert sinn
sem ég opnaði skápinn
og þú værir önnum kafinn
við að sópa
ég gæti raðað þér
einhverstaðar
með skónum
postulínsstyttunum
geisladiskunum
en það er of mikið vesen
að raða þér í rétta röð
ég gæti haft þig hjá mér
en þá þyrfti ég að tala
við þig og ég hef ekkert
að segja
nema að ég elska þig.
*
útlegð 4
*
útlegð 2
*
Útlegð
allt,
nema skerandi ýlfur rándýrsins
á ísnum,
eða í kokinu,
ég man aldrei
hvort er hvort.
*
Skáldið
03 mars 2011
Opinberunarljóð
Það var opinberun
þegar ég sá hann
sitjandi á hækjum sér
að vinda gólftuskuna
þessar hendur gátu
greinilega kreist blóð
úr hjartanu,
augun skorið mann í beitu
og líkaminn svo liðugur
að hann gæti staðið teinréttur
við altarið.
*
Eplið
birst mér einsog snákur
sem segir mér
að bíta í epli
þótt það sé ekkert epli.
*
Eitt lítið ljóð á fimmtudegi
að alheimurinn hverfur, allt hverfur nema hann,
ég er á valdi fullkominnar einbeitingar,
með augun föst á uppskriftinni.
*
Ástin
því ástin er hér,
hún hefur tekið yfir,
úthýst öllu nema eigin hugmyndum,
ég fyrir mitt leyti er orðin leið á ástinni,
ég vil bara fá að ríða,
strá blómum,
smyrja olíu,
klæðast silkinærfötum,
svörtum nælonsokkum,
og svo framvegis
en ástin neitakk,
hún nennir aldrei að ríða.
*
Tár í augun
hnén, bakið,
og augun.
Ég set hendurnar
í efstu hillu,
hnén í skúffuna,
bakið inní skáp
en augun,
ég læt tár í augun.
*
Opinberun (óunnið)
þegar ég sá hann
sitja á hækjum sér
að vinda gólftuskuna
alveg einsog kórdrengur í kirkju
eða sjálfur brúðguminn
að þrífa upp æluna
eftir mig.
*
26 febrúar 2011
Óskar
af því að horfa
út á sjóndeildarhringinn
og nú horfir hann á mig
treystir mér ekki,
vaktar mig, sefur laust,
hann heldur að ég ætli að stinga hann
í bakið,
þessa viðkvæmu brynju
sem hann bjó til
handa mér til að dáðst að.
21 febrúar 2011
11 febrúar 2011
10 febrúar 2011
Ástarsamband við sjálfa mig
Ég elska mig þegar ég er reið
Ég elska mig þegar ég er fyndin
Ég elska mig þegar ég er kaldhæðin
Ég elska mig þegar ég er í sundbol
Ég elska mig þegar ég er í rosa stuði
Ég elska mig þegar ég er hrædd og þori engu
Ég elska mig þegar ég er óákveðin
Ég elska mig þegar ég er með verk fyrir bringubeinið af því það var einsog ég fengi spjót í það þegar ég var beitt ofbeldi, en bringubeinið heldur rifbeinunum saman og brotnar oft við endurlífgun
Ég elska mig þegar sólin sest
Ég elska mig þegar mér finnst ég ófullkomin
Ég elska mig þegar enginn kemur
Ég elska mig í meðvirkni, alkóhólisma, geðhvörfum
Ég elska mig í húsinu
Ég elska mig þegar ég er þunglynd
Ég elska mig þegar ég er ör og fer yfir strikið
Ég elska alla líkamspartana af mér
Ég elska mig þegar ég er frek
Ég elska mig þegar ég er sæt og skemmtileg
Ég elska mig þegar ég er huglaus
Ég elska mig þegar ég lýg
Ég elska mig þegar ég stel
Ég elska mig þegar ég get ekki neitt og þori engu
Ég elska mig þegar ég er skítug
Ég elska mig þegar ég er geðveik og ásakandi
Ég elska mig þegar ég beiti ofbeldi, eða það er eina sem ég get ekki elskað
Ég elska mig þegar ég klikka á hlutunum
Ég elska mig þegar ég sef yfir mig
Ég elska mig þegar ég fæ þennan verk
Ég elska mig þegar vindurinn blæs
Ég elska mig þegar sé kertalogann
Ég elska mig þegar ég sé fallegan karlmann
Ég elska mig í kærleika og þegar ég sé kærleika
Ég elska kærleika og þakklæti
Þakklæti Þakklæti milljón sinnum
Ég elska mig
Ég elska litlu stelpuna sem er alltaf að skammast sín og heldur hún sé klaufsk og klunnaleg þegar hún er fíngerð og öll af vilja gerð
08 febrúar 2011
07 febrúar 2011
24 janúar 2011
Samtal við fjall
Fjallið: Ég geri það sem mér sýnist, mér finnst gaman að sjá þetta litla fólk engjast fyrir neðan mig.
Ég: Ertu einmana?
Fjallið: Einmana, ég nei.
Ég: Talar enginn við þig.
Fjallið: Nei, auðvitað ekki, það talar enginn við mig, það halda að ég sé dautt... fjall.
Ég: En ég er að tala við þig, og ekki láta hrynja úr þér.
Fjallið: Ég verð að sýna mátt minn og megin.
Ég: En eigum við ekki að gera eitthvað skemmtilegt.
Fjallið: Einsog hvað?
Ég: Þú segir mér frá öllu sem þú hefur séð og heyrt gegnum aldirnar.
Fjallið: Ég er löngu hætt að sjá og heyra, fólk fattar ekki að fjöll eru lifandi.
Ég: Ég hef heyrt fjöll anda.
Fjallið: Vertu ekki að þykjast vita allt um fjöll, þú ert bara auðvirðileg manneskja.
Ég: En ef það hrynur úr þér þá er voðinn vís.
Fjallið: Voðinn vís, voðinn vís,.....
Ég: Ég vil lifa áfram og elska.
Fjallið: Sagðirðu elska.
Ég: Já.
Fjallið: Segðu mér frá ástinni og ég læt ekki hrynja neitt úr mér.
Samtal við fjall
Stormur í höfðinu
Óöryggi og hamingja
23 janúar 2011
Stundin í strætóskýlinu
21 janúar 2011
Hjartað á vinnslustigi -
Því þú opnaðir hjartað þótt ég vilji allsekki viðurkenna það, því ég þykist geta allt sjálf en verð að viðurkenna að þennan lás gat ég ekki opnað.
Þú helltir hjartað mitt fullt af ljósi úr myrkrinu þínu.
17 janúar 2011
09 janúar 2011
Sorgin kvödd
Í dag kvaddi ég sorgina og sagði, ég er búin að fá nóg, ég vil ekki lengur smjörlíki ofaná brauðið mitt og mig langar að sofa í almennilegu rúmi, mig langar að eiga bíl og komast eitthvert, mig langar í flotta skó, mig langar mest af öllu í góðan kodda, svo nú bið ég þig kæra sorg um að yfirgefa mig og kveðja, ég er búin að kynnast þér, vertu sæl.
*
Ljóð um ástina eða gleymskuna
Mig langar að gleyma mér
Gleyma hvað ég heiti,
Hver ég er
Hverja ég þekki
Hvað ég hef gert og hugsað
Gleyma að ég hef fundið til
Stigið skref og klifið fjöll
Gleyma að ég hef dansað
Og líka þegar enginn sér til
Gleyma að ég á borð og stóla
Veggi, hurðir og himinn,
Gleyma börnunum mínum
Og barnabörnunum
Fjöllunum, öldunum, sandinum,
Draumunum, dúkunum,
Hlaupum mínum og útréttingum
Símtölum og sykurkörum
Gleyma öllu sem ég man
Gleyma að ég þarf að fara til læknis á morgun
Og fund á miðvikudaginn
Gleyma að það er miðvikudagur
Gleyma gleyma gleyma
Öllu nema þér.
*
Þrýsta þér að vörum mér
teyga í botn.